Bjarni reynir að róa öskuilla VG-liða: „Við ættum að tala af virðingu hvert um annað“

Vinstri grænir eru sagðir sjóðandi reiðir yfir ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Líkt og Samstöðin greindi frá í gær þá hæddist hún að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á svokölluðum Sjávarútvegsdegi, sem var á vegum helstu kvótakónga Íslands.

Sjá einnig: Áslaug reyndi að niðurlægja Svandísi fyrir fullum sal af kvótakóngum

Þessi ræða virðist ætla að draga dilk á eftir sér, því RÚV greinir frá því að VG-liðar séu gífurlega reiðir út í Áslaugu Örnu. Þeir eru sagðir furða sig á því að Áslaug rífi upp sár sem varla sé farið að gróa. Í allt sumar hafi í raun verið skotleyfi á Svandísi meðal Sjálfstæðismanna. En svo virtist sem þær öldur væru að lægja.

Svandís var ekki tilbúin að ræða atvikið við RÚV, en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var hins vegar til í það. „Ég þekki nú nákvæmlega ekki þessa gagnrýni. Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki nákvæmlega hvað þú ert að tala um. En ég held að við ættum að tala af virðingu hvert um annað. Ég skal nú bara kynna mér það nákvæmlega í hvað verið er að vísa, ég bara þekki það ekki,“ hefur RÚV eftir Bjarna.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí