Breskir ráðherrar lögðu skólafólk í hættu til að skora stig gegn stéttarfélögunum

Þegar sóttvarnir gegn Covid-19 faraldrinum stóðu sem hæst vísuðu stjórnvöld í Bretlandi á bug ábendingum um grímunotkun barna þar sem þáverandi forsætisráðherra, Boris Johnson, og menntamálaráðherrann Gavin Williamson voru ekki „í stuði fyrir uppgjöf“ gagnvart stéttarfélögum kennara. Þetta kemur fram í WhatsApp-skilaboðum sem birt hafa verið í opinberri rannsókn Bretlands á viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum.

Í skilaboðunum kemur fram að Williamson hunsaði viðvaranir um öryggi vegna faraldursins í skólum, þar sem hann vildi ekki „láta eftir tommu“ gagnvart kennarafélögunum. Það var sumarið 2020.

Lagði líf í hættu til að skora stig

National Education Union (NEU), stærsta stéttarfélag kennara í Bretlandi, hefur brugðist harðlega við þessum afhjúpunum. Daniel Kebede, aðalritari félagsins, segir að afhjúpunin komi honum ekki á óvart heldur „staðfesti aðeins það sem kennara og foreldra grunaði allan tímann – að Gavin Williamson gæfi því að skora stig forgang yfir að mæta af alvöru fulltrúum hundruða þúsunda starfsfólk í menntakerfinu um bestu leiðirnar til að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í skólum.“

Þegar ráðherrann vísaði grímunotkun á bug höfðu fulltrúar NEU sent honum skriflegt erindi til að benda á það mikilvæga hlutverk sem grímur gætu leikið í að halda faraldrinum í skefjum innan skólakerfisins.

Regnhlífarsamtök stéttarfélaga, Trades Union Congress, segir ráðherra hafa gefið stjórnmálum forgang fram yfir fólk, á hættutímum. Kate Bell, aðstoðar-aðalritari samtakanna, segir: „Forystufólk í menntakerfinu vakti athygli á þörfinni á að vernda starfsfólk og börn í skólum. En þessum viðvörunum var vísað á bug af hefnigirni í garð stéttarfélaganna. Foreldrar, nemendur, starfsfólk skóla og almenning mun hrylla við að komast að því að líf voru lögð í hættu vegna þess að stjórnmálamenn voru í lágkúrulegum hefndarleik. Þetta má aldrei gerast aftur.“ Byline Times greindi frá.

Covid-19 rannsóknin í Bretlandi

Í Bretlandi fer nú fram opinber rannsókn á viðbrögðum stjórnvalda við Covid-19 fararldrinum. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um rannsóknina vorið 2021, hún hófst ári síðar, og opinberar vitnaleiðslur hófust í sumar sem leið, júní 2023. Þær standa enn yfir.

Um leið og ákveðnar aðgerðir breskra stjórnvalda, á við samkomutakmarkanir, gengu umtalsvert lengra en samsvarandi aðgerðir á Íslandi, sættu bresk stjórnvöld sættu þó ekki aðeins ámæli fyrir að bregðast of seint við og óskipulega, heldur komu upp ítrekuð hneykslismál þar í landi, þar sem ráðamenn sjálfir, til dæmis Boris Johnson, reyndust ekki hafa fylgt þeim tilmælum sem stjórnvöld gáfu út.

Vefsíða rannsóknarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí