Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í kvöld

Í dag, mánudaginn 9. október 2023, er afmælisdagur Johns Lennon, sem hefði nú orðið 83 ára gamall, væri hann enn á lífi. Undanliðin 16 ár varðar sá dagur Ísland sérstaklega, eða í öllu falli næturhimininn yfir Reykjavík, því þennan dag er á hverju ári kveikt á Friðarsúlunni í Viðey, listaverki Yoko Ono. Súlan, sem á ensku nefnist Imagine Peace Tower, teygir sig til himins í 60 nætur, til 8. desember, dagsins sem John Lennon var skotinn til bana fyrir utan íbúðabygginguna þar sem þau hjón bjuggu, á Manhattan í New York borg, árið 1980.

Titill verksins vísar til lagsins Imagine, sem þau hjón eru bæði skráð höfundar að. Um texta lagsins er haft eftir Lennon: „Ímyndaðu þér að það væru ekki lengur nein trúarbrögð, engin lönd, engin stjórnmál – það er hreinlega Kommúnistaávarpið, þó að ég sé ekki kommúnisti sérstaklega og tilheyri engri hreyfingu.“ Hvort verkið, Friðarsúlan, þykir því þarfari áminning, ádrepa eða vonarglæta eftir því sem veröldin rambar á barmi víðtækari ófriðar, eða kaldranalegra eftir því sem misræmi þess við veröldina umleikis verður skarpara, veltur áreiðanlega á lundarfari ekki síður en túlkunarleiðum.

Samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar um gangsetningu súlunnar býðst almenningi far með ferjunni til Viðeyjar, endurgjaldslaust, í boði Yoko Ono. Dagskráin í Viðey hefst upp úr klukkan hálfátta í kvöld og nær hápunkti þegar súlan er tendruð klukkan átta. Eins og áður hefur verið getið er viðameiri dagskrá tengd listaverkinu og stofnun sem sett var á laggirnar í tengslum við það, og má þar helst geta ráðstefnunnar The Imagine Forum, sem í ár ber yfirskriftina „Nordic Solidarity for Peace.“

Breytt áform: Engin sigling

Á mánudag birti Reykjavíkurborg tilkynningu um breytt áform: ekki verður siglt til Viðeyjar og engin dagskrá fer þar fram. Nánar hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí