Rauði hálfmáninn ákallar leiðtoga heims að grípa inn í og koma í veg fyrir stórhörmungar á næstu klukkustundum

Nú þegar hallar að kvöldi föstudags í Ísrael og Palestínu hefur enn ekki verið tilkynnt hvað býr að baki þeirri viðvörun sem Ísraelsher gaf yfir milljón íbúum á norðurhluta Gasa aðfaranótt sama dags, að þau skyldu færa sig í suðurhlutann innan sólarhrings, „í þágu eigin öryggis“. Þó virðist aðeins tvennt koma til greina, að innrás landhersins sé yfirvofandi eða að loftárásir Ísraelshers á svæðinu færist enn í aukana.

Ljóst er, samkvæmt öllum sem til þekkja, að engin leið er fyrir umræddan fjölda fólks að færa sig milli landsvæða með svo skömmum fyrirvara um svæði þar sem ekki aðeins byggingar heldur einnig vegir liggja í rúst, undir umsátri, án voveiflegra afleiðinga. Gera verður ráð fyrir að Ísraelsher og ísraelskum stjórnvöldum sé það jafn ljóst og öðrum.

Samtökin Rauði hálfmáninn, systurstofnun Rauða krossins í löndum múslima, kölluðu á föstudag eftir því að þjóðarleiðtogar og alþjóðasamfélagið grípi tafarlaust inn í til að koma í veg fyrir hörmungar á næstu klukkustundum. „Fyrirmæli Ísraels um rýmingu meira en 1,2 milljóna manna frá Gasa eru sláandi og fjarstæðukennd. Íbúum Gasa þykir heimurinn hafa snúið við þeim baki. Við höfum ekki getuna til að rýma sjúka og særða á sjúkrahúsum okkar, eða aldraða og fatlaða. Það eru engir öruggir staðir á Gasa. Mennskan er í húfi. Heimurinn verður að grípa inn í til að stöðva stórhörmungar næstu klukkustunda,“ sagði talsmaður samtakanna í ávarpi sem birtist á X/twitter.

Þau tilkynntu um leið að starfsfólk samtakanna muni ekki yfirgefa norðurhluta Gasa og skilja skjólstæðinga sína eftir til að bíða þar dauðans, heldur vera um kyrrt og sinna mannúðarskyldum sínum á svæðinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí