Sérfræðingar óttast að langvinnt Covid barna sé vanmetið

Líklegt er að tilfelli langvinnra einkenna af völdum Covid sýkingar meðal barna séu vantalin, segir Ziyad Al-Aly, læknir og faraldsfræðingur við Washington háskóla í St. Louis í viðtali við CIDRAP, fagmiðil Minnesota-háskóla í á sviði smitsjúkdómarannsókna.

„Börn koma ekki heim og segja „Mamma, ég er með vanlíðan í kjölfar áreynslu, ég er með heilaþoku,“ Það sem gerist er að þeim fer að ganga illa í skóla og foreldrar komast að því mörgum vikum síðar;“ sagði hann. Í umfjölluninni segir að mörg einkenna langvinns Covid séu fínleg og geti misgreinst sem einkenni á öðru ástandi, til dæmis kvíða.

Í sömu grein er rætt við Hönnuh Davis, einn stofnenda samtaka um rannsóknir á Long-Covid, sem segir að það geti verið sérstaklega erfitt að bera kennsl á einkennin meðal ungra barna, fyrir máltöku. „Heilt yfir hefur skort á rannsóknir á langvinnu Covid meðal barna, í samanburði við rannsóknir meðal fullorðinna,“ sagði hún. „Það sem mér finnst dapurlegt er að ég og annað fólk með langvinnt Covid á fullorðinsárum, við lifðum heilu lífi þar sem við skildum hvað það er að vera við góða heilsu og virk og vera án þessara einkenna, en það á ekki endilega við um börn.“

Geti misgreinst sem kvíði

Við Mount Sinai endurhæfingarmiðstöð barna í New York eru magaverkir algengasta einkenni langvinns Covid sem greinist meðal barna. „Oft er ekki litið á það sem langvinnt Covid í fyrstu,“ segir David Putrino, stjórnandi við stofnunina, „það er bara þremur mánuðum eftir sýkingu og barnið þitt er að kvarta undan magaverk.“

Í umfjölluninni er vísað til þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið og viðmælendum þykja ekki nægilegar. Putrino segir að á meðan svo er sé ráð hans að forðast smit: „Það er mjög auðvelt að hreinsa loft, það er mjög auðvelt að setja HEPA-síur í kennslustofur,“ sagði hann, með skírskotun til þess háttar loftsía sem notaðar eru við loftræstingu í allt frá flugvélum til sjúkrahúsa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí