Sjómenn segja formanninn gerpi og skósvein útgerðarinnar sem sé búinn að skíta upp á bak

Verkalýðsmál 19. okt 2023

Ef marka má umræðu innan Facebook-hóps sjómanna þá er nokkuð almennur vilji að menn fái nýjan formann Sjómannasambands Íslands. Þar er Valmundur Valmundsson, núverandi formaður, sagður skósveinn útgerðarinnar og ekki nóg með það þá sé hann búinn að skíta upp á bak. Umræðan er að sjálfsögðu orðljót, enda siður meðal sjómanna. Sú umræðan hófst fyrr í dag þegar einn sjómaður birti eftirfarandi ákall til annarra sjómanna:

„Segiði mér eitt kæru sjómenn, á ekki að fara að koma þessum skósvein útgerðannan Valmundir Valmundssyni frá áður en hann með sínum skítverkum eyðileggur meira en raun er orðið. Þetta fífl er enn að berja sér á brjóst yfir enn einni kjaraskerðingunni sem hann færir sjómönnum. Held að við þurfum að fara að „segja upp“ honum og fleirum svo að það fari að koma eitthvað vitrænt upp á samningaborðið. Mér sýnist að báðir mínir Guðmundar þurfi að halda sig til hlés, annar með harðnaða skitu upp á bak, hinn með öllu mýkri því hann bætir stöðugt í hana. Ættla menn ekkert að gera í þessu?“

Í athugasemdum eru flestir sammála þessu, þó sumir spyrji hvað sé til ráða. „Fyrir löngu kominn tími á hann, en fáum við þessir óbreyttu sjómenn einhverju ráðið, eru það ekki stjórnendur sjómannafélaga sem hafa kosið þetta gerpi fyrir okkar hönd?,“ spyr einn sjómaður.

Svo eru aðrir sem segja að öll stéttafélög sjómanna hafi skitið upp á bak. „Allt og allir er að Stéttafélugum Sjómanna koma eru svo búnir að skíta upp á bak að stæðsta haugsuga landsins dugar ekki til að hreinsa upp skítinn og það þar að banna alfarið aðkomu útgerðamanna við samníngarborðið eins og síðast þeir hljótað að hafa til að skipa aumíngja eins og við sitjum uppi með til að semja,“ skrifar einn sjómaður.

Aðrir kalla einfaldlega eftir verkfalli meðal sjómanna í vetur: „Stefnir ekki bara í verkfall og það sem kemur í kjölfarið eftir áramót?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí