„Sumir fjárfestar hafa þá ranghugmynd að vopnaiðnaðurinn sé siðlaus“

Sumir fjárfestar hafa „þá ranghugmynd að vopnaiðnaðurinn sé á einhvern hátt „siðlaus““, sagði Jens Stoltenberg, aðalritari NATO í ræðu sinni á Iðnþingi NATO í Stokkhólmi í dag, miðvikudag. „Það er ekkert siðlaust,“ bætti hann við, við að verja bandamenn eða hjálpa úkraínskum hermönnum að verja land sitt. Án iðnaðar eru í raun engar varnir, enginn fælingarmáttur og ekkert öryggi,“ sagði hann.

Í fréttatilkynningu NATO um erindi Stoltenbergs er sagt að hergagnaiðnaðurinn hafi orðið mikilvægari en nokkru sinni fyrr eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Mörg aðildarríki bandalagsins hafi gengið verulega á birgðir sínar í stuðningi við landið, sem muni áfram þurfa mikið magn af „hágæða“ getu til hernaðar. Aðalritarinn sagði: „Nú þurfum við að auka framleiðslu til að mæta þörfum Úkraínu, en einnig til að styrkja okkar eigin fælingarmátt og varnir.“

Erindið var ekki óvænt eða ófyrirsjáanlegt í ljósi yfirstandandi vígvæðingar, en í fullu samræmi við þá þróun og það kapp sem aðildarríki NATO leggja nú á að auka útgjöld sín til hernaðar.

Þörfin á nýsköpun í hergagnaframleiðslu

Í þessu ávarpi til iðnaðarins og fjárfesta sagði Stoltenberg að aðildarríki NATO hafi gert stærsta átak í að efla sameiginlegar varnir sínar síðan í kalda stríðinu og aukið útgjöld til hernaðarmála. Á ráðstefnu leiðtoga aðildarríkjanna í Vilníus í sumar hafi ríkið lagt fram nýja aðgerðaáætlun um framleiðslu hergagna, til að njóta góðs af sameiginlegri eftirspurn, styrkja tengslin við hergagnaiðnaðinn og auka möguleika á samstarfi.

Aðalritarinn lagði einnig áherslu á mikilvægi samstarfs við einkageirann á sviði nýsköpunar og sagði: „NATO þarf á iðnaðinum að halda á leið okkar um heim sem er mótaður af áskorunum nýrrar tækni. Tækni á við gervigreind, sjálfráð kerfi, líftækni og skammtafræði, eru að breyta eðli átaka eins mikið og iðnbyltingin gerði.“ Því þurfi bandalagið „stöðugt að skerpa á tæknilegu forskoti sínu með þróun og aðlögun nýrrar tækni, eiga samstarf við einkageirann, móta alþjóðlega staðla, og innlima þau viðmið ábyrgrar notkunar sem felast í lýðræðislegum gildum okkar.“

Í tilkynningunni kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem iðnþingið, vettvangur hergagnaframleiðenda og aðildarríkja NATO, er haldið í Svíþjóð og haft til marks um hve náin samskipti Svíþjóðar og bandalagsins eru nú þegar, á meðan Svíþjóð bíður þess að verða aðili að því.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí