32 sjúklingar á Landspítala með Covid, fleiri en nokkru sinni fyrr á þessu ári

Í vikunni 6.–12. nóvember lágu fleiri inni á Landspítala með Covid-19 en nokkru sinni fyrr á þessu ári, eða alls 32 sjúklingar. Þeim hafði þá fjölgað um nær 170% á tveimur vikum, eða hátt í þrefalt, en innlagðir sjúklingar með Covid-19 voru tólf í síðustu vikunni fyrir mánaðamót. Þetta kemur fram í nýjustu vikuskýrslu Landlæknis um öndunarfærasýkingar.

Aðrar öndunarfærasýkingar eru sem fyrr hverfandi í samanburði: fimm manns lágu inni með rhinoveiru, þrír með RS-veiru og einn með inflúensu þann 6.–12. nóvember (viku 45).

Fjöldi innlagna. Úrklippa úr vikuskýrslu Landlæknis um öndunarfærasýkingar. Vika 45 er vikan 6.–12. nóvember.

Fjölgunin er í samræmi við fjölgun greindra smita, samkvæmt vikuskýrslu sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. Hlutföll Covid-19 sýkinga og inflúensu haldast nokkuð jöfn milli vikna, samkvæmt þeim gögnum: Covid-19 greindist um og yfir fimmfalt oftar en inflúensa í vikum 43–45. Báðum fjölgaði þó umtalsvert á milli vikna: greindum inflúensu-sýkingum fjölgaði úr 7 í 11, frá fyrstu til annarar viku nóvember, en greindum Covid-19 sýkingum úr 38 í 58. Það er í báðum tilfellum yfir 50% aukning á milli vikna og þarf að leita nokkuð langt aftur til samanburðar. Annar eins fjöldi Covid-19 sýkinga hefur að minnsta kosti ekki greinst fyrr þetta haust.

Unnið úr gögnum um fjölda greindra sýkinga, úr vikuskýrslu sýkla- og veirufræðideildar Landspítala um öndunarfærasýkingar. Vika 45 er vikan 6.–12. nóvember.

Frá því að stjórnvöld felldu niður sóttvarnaraðgerðir, í upphafi ársins 2022, hefur söfnun og miðlun upplýsinga um útbreiðslu Covid-19 einnig dregist verulega saman. Vikuskýrslurnar eru nú örasta gagnamiðlun heilbrigðisyfirvalda um viðfangsefnið. Í þeim er þó ekki greint frá fjölda á gjörgæsludeild eða fjölda dauðsfalla.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí