Margir héldu þegar þeir sáu palestínska fánan flagga við Ráðhúsið að tillaga Sósíalista þess eðlis hefði verið samþykkt. Svo er ekki raunin. Vísir greinir frá því að búið sé að fjarlægja fánann.
Einn þeirra sem hélt að meirihlutinn í Reykjavík hefði loksins tekið afstöðu með palestínsku þjóðinni er Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Hann hrósaði meirihlutanum fyrir hugrekki, sem hann á vísu ekki skilið.
„Vel gert að sjá fána Palestínu fyrir utan ráðhús Reykjavíkur. Vonandi er þetta ekki eins dags flöggun heldur varanleg stuðningsyfirlýsing, á sama máta og tvö úkraínsk flögg blakta við suðurhlið ráðhússins (síðast þegar ég gáði voru þau þar enn),“ skrifaði Kristinn.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.