Sósíalistar kalla eftir því að palestínski fáninn verði dreginn að húni við Ráðhúsið

Borgarmál 7. nóv 2023

Sósíalistar í borgarstjórn sendu í gærdag bréf á oddvita allra flokka, þar sem spurt var hvort ekki væri tímabært að draga palestínska fánann að húni við Ráðhús Reykjavíkur. Í færslu sem birt var á síðu borgarstjórnarflokks sósíalista segir:

„Sem borgarfulltrúum finnst okkur ljóst að Reykjavík verður að leggja sitt af mörkum til stuðnings Palestínu. Í gærdag sendum við bréf á alla oddvita í borgarstjórn og spurðum hvort ekki væri orðið tímabært að draga palestínska fánann upp við ráðhúsið. Við getum ekki setið hjá þegar kemur að þjóðernishreinsunum. Vonandi taka fulltrúar annarra flokka undir það.“

Spurningin nú er hvernig borgarstjóri bregst við. Það var að hans frumkvæði sem úkraínski fáninn var dreginn að húni í kjölfar innrásar Rússlands.

Mannfall saklausra borgara og barna er margfalt meira á þeim mánuði sem liðinn er af árásum Ísraela, heldur en á þeim tæpu tveimur árum sem liðinn eru af Úkraínustríðinu.

Það myndi teljast í augum margra hræsni ef palestínska fánanum yrði ekki flaggað líkt og þeim úkraínska. Boltinn er hjá borgarstjóra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí