Faraldur ömurlegs húsnæðis varð manni að bana
Karlmaður á milli þrítugs og fertugs lést af sárum sínum eftir eldsvoðann í Stangarhyl í Árbæ aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var frá Rúmeníu. Þetta kemur fram í frétt Vísis nú að morgni miðvikudags.
Nú þegar fjórir eldsvoðar hafa orðið á árinu í iðnaðarhúsnæði þar sem erlendu verkafólki er gert að búa er ljóst að eldsvoðarnir eru orðnir faraldur. Hann er banvænn.
Enn hafa stjórnvöld ekki haft orð á öðru viðbragði en þeim möguleika að gefa slökkviliði auknar heimildir til eftirlits, sem óttast er að verði á kostnað einkalífs íbúanna og mannlegrar reisnar. Það átak sem aðkallandi þörf er á í byggingu mannsæmandi húsnæðis fyrir alla íbúa landsins virðist ekki í sjónmáli.
Sagt er að von sé á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward