Stjórnvöld loki augum fyrir ólöglegri áfengissölu

Stjórnmál 6. maí 2024

Myndin sem fylgir fréttinni er mynd sem mun aldrei komast á heimsminjaskrá en á afrekaskrá ríkisstjórnarinnar á hún heima.

Þetta segir Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra og þingmaður svo nokkuð sé nefnt, en hann tók myndina af Smáríkinu sem hann segir ólöglega verslun með áfengi „sem fær þrifist í skjóli ríkisvalds sem lætur lögleysuna viðgangast óáreitta“ eins og hann orðar það í pistli á heimasíðu.

„Augljóst er að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja gera netverslun löglega og vilja jafnframt opna á rýmri reglur um áfengissölu, helst ganga endanlega frá Áfengis- og tóksverslun ríkisins. Framsókn og VG eru þessu andvíg en hafa aldrei þorað að setja hnefann í borðið til að trufla ekki teboðið sem staðið hefur í sjö ár í Stjórnarráði Íslands,“ segir Ögmundur.

„En vegna þess að ekkert gerist af hálfu stjórnvalda og á meðan þeir aðilar sem eiga að hafa eftirlit með því að farið sé að lögum í landinu halda að sér höndum, er allt á fullri ferð hjá þeim sem nýta sér tækifærið sem með þessu býðst. Þeir stunda sína ólöglegu netverslun, opna “netsölubúðir” og eru stórfyrirtækin Heimkaup og Costco stórtækust. Aðrir eru smærri í sniðum en er engu að síður að verða vel ágengt við að maka krókinn.“

Ögmundur rifjar upp að þegar Costco kom til landsins byrjaði samsteypan á því að senda Alþingi bréf um hvernig lögum skyldi breytt um áfengissölu og síðan einnig um innflutning á hráu kjöti.

„Ýmsum brá við frekjuna og yfirganginn en mundu svo að þessu er Costco vant heima fyrir í Bandaríkjunum. Þar ráða stórfyrirtækin, stjórnvöldin hlýða þeim.“

Og nú er þetta orðið eins hér á landi að sögn ráðherrans fyrrvverandi.

„Þegar búið að opna fyrir hráa kjötið og komið að brennivíninu. Og þar er allt komið í gang. Allt eins og heima! Fjárgróðaöflin ráða þegar stjórnvöldin hætta að standa almannavaktina.“

Sjá allan pistilinn hér:

https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-afrekaskra-rikisstjornarinnar?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR3eIZ0Ra_qHN1taixaNM8GIzNWBcPEOOYHypNwJwFhCy

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí