Sakar forstjóra Mílu um einokunartilburði

Stjórnmál 6. maí 2024

Sérfræðingur í stjórnsýslu gefur lítið fyrir málflutning Erik Figueras Torres, forstjóra Mílu, sem segir í Viðskiptablaðinu að beit­ing sam­keppn­is­lag­a sé hindr­un í sam­starf­i við upp­bygg­ing­u fjar­skipt­a­inn­við­a.

Erik vill að fjarskiptafyrirtæki geti í meira mæli haft samstarf um uppbyggingu á 5G neti og öðrum fjarskiptainnviðum. Beiting samkeppnislaga sé vandamál hér á landi.

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur skrifar færslu á facebook um fréttina þar sem hann segir málið varða rekstrarform og nýfrjálshyggju.

„Að minni hyggju eru ljósleiðarar í eðli sínu samgæði svipað og raflínur, lestarteinar, vegir og skolpræsakerfi. Þau kerfi eru jafnan í samfélagslegu eignarhaldi – en ESB hefur mælt fyrir um samkeppni á þjónustu sem notar samgæðin. T.d. nota mörg lestarfélög teinana í Frakklandi,“ segir Haukur.

Hann segir að óþarfur kostnaður hafi hlotist af því að grunnnet Símans sem síðar varð Míla var einkavætt, lúti markaðslögmálum og starfi í samkeppni við Ljósleiðarann, áður Gagnaveituna í eigu Orkuveitunnar.  Tvö fyrirtæki, annað hreint markaðsfyrirtæki, hitt opinbert en í samkeppnisrekstri, séu að setja upp grunnnet fyrir fjarskipti og gervihnattasambönd og svo standi til að selja Ljósleiðarann sem geri illt verra.

„Þetta er glórulaus markaðshyggja eða nýfrjálshyggja,“ segir Haukur. „En margir hægri menn átta sig ekki á því að eignarhald og rekstrarform þarf að velja í samræmi við notkun og hlutverk þjónustunnar. Grunnnet fjarskiptaþjónustu þarf að vera í samfélagslegri eigu og rekstri, enda þótt símaþjónusta sé veitt á markaði og við samkeppnisaðstæður.“

Haukur segir málið lykta af einpokun.

„En nú hafa þeir vaknað til lífsins forstjórar grunnneta-fyrirtækjanna og skilið að sóun er að byggja upp tvö kerfi. Þá reka þeir sig á samkeppnislög sem eiga við markaði. Þeir geta ekki bæði byggt upp eitt sameiginlegt kerfi og verið á markaði. Það er einokun.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí