Meint hótun lögreglustjóra til umræðu

Stjórnmál 6. maí 2024

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður pírata, gerði svokallaðan örlætisgjörning Haraldar Johannesen fyrrum ríkislögreglustjóra að umræðuefni í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem hlunnindi sem Haraldur tók upp til yfirmanna kosta skattgreiðendur hálfan milljarð króna.

Tveir ráðherrar studdu mál Haraldar á sínum tíma. Með breytingum sem urðu á lífeyrisréttindum lögreglustjóra vegna stjórnsýslu Haraldar tapar ríkissjóður 500 milljónum króna.

Þórhildur Sunna spurði dómsmálaráðherra hvort best væri að vísa málinu til rannsóknar þar sem stjórnsýsla hans kynni að vera brot á hegningarlögum. Hún spurði hvort ráðherra myndi óska eftir að héraðssaksóknari tæki málið til meðferðar þar sem mögulegt brot á hendur Haraldi yrði rannsakað.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra svaraði að mikilvægt væri að fara vel með almannafé af hálfu ríkisstofnana. Þar til bærum yfirvöldum væri sjálfsagt að fara í rannsókn ef grunur leiki á broti.

Sunna minnti í seinni ræðu sinni á að tilefni fyrirspurnar hennar væri að að kanna hvort dómsmálaráðherra ætlaði sér fyrir hönd ríkissjóðs að beita sér. Hún rifjaði upp orð Haraldar á sínum tíma að hann byggi yfir upplýsingum og hafa sumir túlkað þau ummæli þannig að Haraldur vissi hluti um aðra valdamenn sem mögulega gæti haft áhrif á vilja til aðgerða.

Guðrún svarað að hún sem ráðherra gæti ekki metið hvort saknæm háttsemi hefði átt sér stað og gaf ekkert fyrir að hún myndi beita sér í málinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí