Þrír hófu hungurverkfall í tjöldum við húsnæði ÚTL í Hafnarfirði

Þrír karlmenn héldu fótgangandi úr miðborg Reykjavíkur til Hafnarfjarðar að kvöldi þriðjudags, þar sem þeir námu staðar rétt undir miðnætti og slógu upp tjöldum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar við Bæjarhraun. Mennirnir þrír eru á aldrinum frá tvítugu til þrítugs og hafa allir verið sviptir þjónustu og réttindum í krafti nýrra útlendingalaga, án þess að fyrir liggi áform um brottvísun þeirra úr landi.

Um leið og þeir komu sér fyrir í tjöldunum hófu þeir hungurverkfall. Þeir biðja yfirvöld um að finna lausn á húsnæðisvandanum sem við þeim blasir. Með orðum Ali, sem er 25 ára gamall, frá Írak: „We are asking immigration to find a solution for us regarding residency“ – Við biðjum yfirvöld innflytjendamála að finna lausn fyrir okkur varðandi húsnæði.

Jafn kalt þegar úrræði RKÍ lokar yfir daginn

Mennirnir hafa allir verið án grunnþjónustu frá gildistöku nýrra laga um útlendinga síðastliðið sumar, um leið og þeim er óheimilt að vinna fyrir sér. Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra tilkynnti í haust að samið hefði verið við Rauða krossinn um næturstað fyrir fólk sem íslensk stjórnvöld hafa sett í þessa stöðu. Það lágmarksúrræði Rauða krossins er aðeins opið frá kvöldi til morguns, og þeim sem þiggja það er úthýst þaðan yfir daginn. Þegar mennirnir voru varaðir við kuldanum sem þeir gætu búist við í tjöldunum sögðu þeir það litlu skipta enda væru þeir væru hvort eð er úti næstum allan sólarhringinn og alveg jafn kalt á morgnana þegar þeir þurfa að yfirgefa úrræðið fram á kvöld.

Kona sem leit til með mönnunum á vettvangi sagði brýnt að fram kæmi að þetta ástand er afleiðing nýju útlendingalaganna. Þá vakti hún athygli á því „að allt það fólk sem svipt hefur verið þjónustu og fer í skýli Rauða krossins yfir blánóttina er svart eða brúnt, frá sömu heimshlutum.“ Áður hefur meðal annarra Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris, bent á að bæði forsendur og afleiðingar lagabreytinganna sem tóku gildi í sumar feli í sér kerfisbundinn rasisma.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí