Í aðdraganda jólanna 1., 15., 16. og 22. desember stöðvuðu verkamenn almenningssamgöngur í sex sýslum Norður-Írlandi.
Verkföllin höfðu áhrif á alla strætisvagna- og lestarsamgöngur, auk hraðlestarþjónustu Gliders í Belfast. Búist er við fleiri verkföllum nú á nýju ári.
4.000 verkamenn Translink standa nú frammi fyrir launafrystingu, sem þýðir raunlauna lækkun um 11,4 prósent, vegna þess að fjárframlög breska ríkisins til allra ráðuneyta á Norður-Írlandi, þar með talið mannvirkjaráðuneytisins sem sér um almenningssamgöngur, hafa verið fryst. Verkföllin, sem enn á ný sýna samstöðumát verkalýðsins. Kosningaþátttaka hjá öllum þremur verkalýðsfélögunum Unite, GMB og SIPTU var yfir 60% og boðun aðgerða var samþykkt með vel yfir 90 prósent atkvæða.
Verkfallstörn samgönguverkamanna kom í kjölfar 48 klukkustunda verkfalls stuðningsfulltrúa 800 skóla, þar á meðal vagnstjóra, aðstoðarfólks í kennslustofum, matráðs og skrifstofufólks, 15. nóvember og 12 klukkustunda verkfalls kennara 29. nóvember.
Kennarar úr öllum fimm stéttarfélögum menntamála, UTU, NASUWT, INTO, NAHT og NEU, fóru samtímis í verkfall. NAHT (Landssamtök yfirkennara) hafði aldrei áður í 126 ár gripið til verkfallsaðgerða. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar nú á vorönn, þótt ekki sé búið að ákveða dagsetningar. Kennarar hafa verið í aðgerðum skemmri en verkfall í rúmt ár eftir þriggja ára launafrystingu við aðstæður þar sem verðbólga hefur farið yfir 10 prósent.
Í desember voru einnig fimm daga verkfallsaðgerðir 50 félaga í NIPSA í tveimur vöruhúsum sem rekin eru af Business Services Organisation (BSO) í heilbrigðis- og félagsþjónustunni, sem er hluti af bresku heilbrigðisþjónustunni. BSO, sem dreifir nauðsynlegum heilbrigðisvörum til sjúkrahúsa og samfélagsins, er mannað láglaunafólki, sem vinnur á 10,92 pundum á klukkustund sem er um 1.900 krónur á tímann. Samkvæmt launatöflu Eflingar og SA er dagvinnutaxti í launaflokki 6 og þriggja ára starfsreynsla um 2.400 krónur á tímann.
Patrick Mulholland, einn af talsmönnum NIPSA, stéttarfélags á Norður-Írlandi sem líkist Sameyki á Íslandi í hlutverki sínu, að gæta hagsmuna opinberra starfsmanna, tjáði sig í viðtali við Nolan Show á BBC. Hann lýsti því hvernig heilbrigðisstarfsmenn séu notaðir sem peð í pólitískum skákum, sem hefur leitt til þess að þeim er neitað um launahækkanir. Mulholland benti á að heilbrigðisstarfsmenn í Skotlandi, sem sinna sömu störfum, fái allt að 3.000 pundum (um 526 þúsund króna) meira á ári en kollegar þeirra í Norður-Írlandi. Hann gagnrýndi þá stöðu að Norður-Írland sé orðið svæði lágra launa innan breska eyjaklasans.
Ummæli Mulholland benda til þess að verkalýðsfélögin hafi leikið mikilvægt hlutverk í að dempa stéttabaráttuna og veitt þannig bresku ríkisstjórninni og flokkum á Norður-Írlandi svigrúm til að takast á við erfiðar deilur á þingi Norður-Írlands og heimastjórninni í Stormont, sem er stjórnarmiðstöð Norður-Írlands. Með þessu hafa verkalýðsfélögin veitt ráðandi öflum tækifæri til að leita lausna á vandamálum tengdum Brexit og áhrifum þess á tollamál og landamærahald milli Norður-Írlands og Írlands, sem er enn hluti af Evrópusambandinu, og við Írlandshafið, sem tengjast beint við Brexit og áhrif þess á tollamál.
Bæði þingið og heimastjórnin hafa verið í biðstöðu frá febrúar 2022 þegar þáverandi fyrsti ráðherra heimastjórnar, Paul Givan úr Lýðræðislega sambandsflokknum (DUP), sagði af sér í mótmælaskyni við bókunina um Norður-Írland. Bókunin er hluti af útgöngu Bretlands frá Evrópusambandinu sem leiddi til herts eftirlits í höfnum við Írlandshafið milli Bretlands og Norður-Írlands. Viðskiptaþvinganirnar eru taldar af breskum sambandssinnum grafa undan stöðu Norður-Írlands innan Bretlands.
Mynd: Verkfallsverðir í borginni Lisburn sem er 8 km suðvestan við miðborg Belfast við verkfallsvörslu; á fjórða degi verkfallsaðgerða í Lisburn. Þessir verkamenn vinna fyrir Translink