Þúsundir verkamanna stöðvuðu almenningssamgöngur

Í aðdraganda jólanna 1., 15., 16. og 22. desember stöðvuðu verkamenn almenningssamgöngur í sex sýslum Norður-Írlandi.

Verkföllin höfðu áhrif á alla strætisvagna- og lestarsamgöngur, auk hraðlestarþjónustu Gliders í Belfast.  Búist er við fleiri verkföllum nú á nýju ári.

4.000 verkamenn Translink standa nú frammi fyrir launafrystingu, sem þýðir raunlauna lækkun um 11,4 prósent, vegna þess að fjárframlög breska ríkisins til allra ráðuneyta á Norður-Írlandi, þar með talið mannvirkjaráðuneytisins sem sér um almenningssamgöngur, hafa verið fryst. Verkföllin, sem enn á ný sýna samstöðumát verkalýðsins.  Kosningaþátttaka hjá öllum þremur verkalýðsfélögunum Unite, GMB og SIPTU var yfir 60% og boðun aðgerða var samþykkt með vel yfir 90 prósent atkvæða.

Verkfallstörn samgönguverkamanna kom í kjölfar 48 klukkustunda verkfalls stuðningsfulltrúa 800 skóla, þar á meðal vagnstjóra, aðstoðarfólks í kennslustofum, matráðs og skrifstofufólks, 15. nóvember og 12 klukkustunda verkfalls kennara 29. nóvember.

Kennarar úr öllum fimm stéttarfélögum menntamála, UTU, NASUWT, INTO, NAHT og NEU, fóru samtímis í verkfall. NAHT (Landssamtök yfirkennara) hafði aldrei áður í 126 ár gripið til verkfallsaðgerða. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar nú á vorönn, þótt ekki sé búið að ákveða dagsetningar. Kennarar hafa verið í aðgerðum skemmri en verkfall í rúmt ár eftir þriggja ára launafrystingu við aðstæður þar sem verðbólga hefur farið yfir 10 prósent.

Í desember voru einnig fimm daga verkfallsaðgerðir 50 félaga í NIPSA í tveimur vöruhúsum sem rekin eru af Business Services Organisation (BSO) í heilbrigðis- og félagsþjónustunni, sem er hluti af bresku heilbrigðisþjónustunni. BSO, sem dreifir nauðsynlegum heilbrigðisvörum til sjúkrahúsa og samfélagsins, er mannað láglaunafólki, sem vinnur á 10,92 pundum á klukkustund sem er um 1.900 krónur á tímann. Samkvæmt launatöflu Eflingar og SA er dagvinnutaxti í launaflokki 6 og þriggja ára starfsreynsla um 2.400 krónur á tímann.

Patrick Mulholland, einn af talsmönnum NIPSA, stéttarfélags á Norður-Írlandi sem líkist Sameyki á Íslandi í hlutverki sínu, að gæta hagsmuna opinberra starfsmanna, tjáði sig í viðtali við Nolan Show á BBC. Hann lýsti því hvernig heilbrigðisstarfsmenn séu notaðir sem peð í pólitískum skákum, sem hefur leitt til þess að þeim er neitað um launahækkanir. Mulholland benti á að heilbrigðisstarfsmenn í Skotlandi, sem sinna sömu störfum, fái allt að 3.000 pundum (um 526 þúsund króna) meira á ári en kollegar þeirra í Norður-Írlandi. Hann gagnrýndi þá stöðu að Norður-Írland sé orðið svæði lágra launa innan breska eyjaklasans.

Ummæli Mulholland benda til þess að verkalýðsfélögin hafi leikið mikilvægt hlutverk í að dempa stéttabaráttuna og veitt þannig bresku ríkisstjórninni og flokkum á Norður-Írlandi svigrúm til að takast á við erfiðar deilur á þingi Norður-Írlands og heimastjórninni í Stormont, sem er stjórnarmiðstöð Norður-Írlands. Með þessu hafa verkalýðsfélögin veitt ráðandi öflum tækifæri til að leita lausna á vandamálum tengdum Brexit og áhrifum þess á tollamál og landamærahald milli Norður-Írlands og Írlands, sem er enn hluti af Evrópusambandinu, og við Írlandshafið, sem tengjast beint við Brexit og áhrif þess á tollamál.

Bæði þingið og heimastjórnin hafa verið í biðstöðu frá febrúar 2022 þegar þáverandi fyrsti ráðherra heimastjórnar, Paul Givan úr Lýðræðislega sambandsflokknum (DUP), sagði af sér í mótmælaskyni við bókunina um Norður-Írland. Bókunin er hluti af útgöngu Bretlands frá Evrópusambandinu sem leiddi til herts eftirlits í höfnum við Írlandshafið milli Bretlands og Norður-Írlands. Viðskiptaþvinganirnar eru taldar af breskum sambandssinnum grafa undan stöðu Norður-Írlands innan Bretlands.

Mynd: Verkfallsverðir í borginni Lisburn sem er 8 km suðvestan við miðborg Belfast við verkfallsvörslu; á fjórða degi verkfallsaðgerða í Lisburn. Þessir verkamenn vinna fyrir Translink

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí