Allt stefnir í undirritun kjarasamninga

Ef viðræður um kjarasamninga ganga eins vel og verið hefur undanfarið, stefnir í undirritun innan nokkurra vikna.

Þetta sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í sjónvarpsþættinum Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld.

Nánast einsdæmi er ef samið verður áður en fyrri samningar renna út eins og stefni í. Verið er að ræða hófstilltar kjarahækkanir að sögn Sólveigar Önnu, flata krónuhækkun en einkum ítarlegar tillögur um tilfærslur, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur og úrbætur fyrir leigjendur.

„Við teljum að þetta módel okkar, framsett með þessum hætti, geri að verkum að verðbólga og vextir geti lækkað mjög hratt,“ sagði Sólveig Anna í þættinum.

Raunhæft er að áætla að samið verði til fjögurra til fimm ára að sögn Sólveigar Önnu og yrði því um gríðarstóran áfanga að ræða í efnahagslífi þjóðarinnar. Efling mun eftir því sem fram kom láta sér lynda 26.000 króna launahækkun á mánuði fyrsta kastið að því gefnu að ekki verði farið yfir rauð strik sem lúta að verðbólgu og vöxtum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí