Stór áföll eiga það til að sýna hver er vinur í raun. En einnig eiga þau til að afhjúpa óvildarmenn. Svo er nú raunin hjá Grindvíkingum. Meðan leigusalar og stjórnendur lífeyrissjóða hafa sýnt sitt innra eðli, þá hafa frændur okkar Færeyingar hafi söfnun fyrir alla sem eiga nú um sárt að binda vegna hamfaranna í Grindavík.
Færeyski fréttavefurinn Info greinir frá þessu. Rauði krossinn í Færeyjum, Reyði krossinn, sér um söfnunina en ef marka má athugasemdir, bæði á vefnum og Facebook við fréttinam þá er mikill samhugur meðal frænda okkar með Grindvíkingum og í senn íslensku þjóðinni. Flest skiljum við færeysku ágætlega, svo óþarfi er að þýða eftirfarandi samantekt úr frétt Info:
„Síðan íbúgvar í Grindavík vórðu fluttir úr býnum, hevur Íslendski Reyði Krossur hjálpt eitt nú við bráðfeingisskjóli, fyribils leigubústaði, sálarligum stuðli og peningaligum stuðli til tey, ið hava ilt við at gjalda eyka leiguna – ella ikki hava fingu klæðir, mat og annað neyðugt við sær, tá tey vórðu flutt úr Grindavík.“