Færeyingar safna fyrir Grindavík: „Føroyingar taka eina hond í við grannum okkara“

Stór áföll eiga það til að sýna hver er vinur í raun. En einnig eiga þau til að afhjúpa óvildarmenn. Svo er nú raunin hjá Grindvíkingum. Meðan leigusalar og stjórnendur lífeyrissjóða hafa sýnt sitt innra eðli, þá hafa frændur okkar Færeyingar hafi söfnun fyrir alla sem eiga nú um sárt að binda vegna hamfaranna í Grindavík.

Færeyski fréttavefurinn Info greinir frá þessu. Rauði krossinn í Færeyjum, Reyði krossinn, sér um söfnunina en ef marka má athugasemdir, bæði á vefnum og Facebook við fréttinam þá er mikill samhugur meðal frænda okkar með Grindvíkingum og í senn íslensku þjóðinni. Flest skiljum við færeysku ágætlega, svo óþarfi er að þýða eftirfarandi samantekt úr frétt Info:

„Síðan íbúgvar í Grindavík vórðu fluttir úr býnum, hevur Íslendski Reyði Krossur hjálpt eitt nú við bráðfeingisskjóli, fyribils leigubústaði, sálarligum stuðli og peningaligum stuðli til tey, ið hava ilt við at gjalda eyka leiguna – ella ikki hava fingu klæðir, mat og annað neyðugt við sær, tá tey vórðu flutt úr Grindavík.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí