Hamskipti Íslendinga milli leikhluta

Sex síðustu mörk fyrri hálfleiksins gegn Austurríki voru öll íslensk og munaði um minna. Með Viktor Gísla sér í ógnarham að baki átti landslið drengjanna okkar í handbolta á EM frábæran fyrri hálfleik. Vörnin var gríðargóð en markvörður Austurríkis varði eins og berserkur milli þess sem Sigvaldi átti stórleik í horninu.

Þegar síðari hálfleikur hófst var sex marka munur, Íslandi í hag. Leiðin að sæti á Ólympíuleikunum í sumar lá í gegnum fimm marka sigur í dag eða meira. Sjaldan eða aldrei hefur spenna verið meðal þjóðarinnar í einu lékhléi sem virtist engan enda ætla að taka. En loks þegar brokkgengt dómarapar flautaði aftur til leiks varð áhorfendum ljóst að drengirnir hans Snorra Steins Guðjónssonar komu ekki þeir sömu til leiks í síðari hlutanum. Þrettán mínútur liðu án íslensks marks. Austurríki raðaði inn 8 mörkum og spil Íslands stirt bæði í sókn og vörn. Ekkert minnti á fyrri hálfleikinn. Hamskipti.

Þegar leið á seinni háfleikinn komst Ísland aftur í gang eftir að hafa lent undir. Lokatölur urðu 26-24. Markmið nýja landliðsþjálfarans að ná sæti á Ólympíuleikunum er fokið út í veður vind nema Ungverjar nái stigi gegn Frökkum í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí