Margar bílaleigur ekkert annað en svikamyllur: „Rosalega ódýrir bílar hjá SkamCar“

Tónlistamaðurinn Svavar Knútur segist oft spurður af erlendum ferðamönnum hvort hann geti mælt með einhverri góðri bílaleigu á Íslandi. Hann geri sitt besta til að ráðleggja þeim en oft vilja menn þó hunsa þau ráð. Svavar Knútur segir að yfirleitt fái hann þá skilboð frá viðkomandi um að það hafi ekki endað vel. Hann segir að í raun séu sumar bílaleigur á Íslandi einfaldlega svikamyllur.

Svavar lýsir þessari algengu atburðarrás á Facebook:

„Talandi um bílaleigubíla. Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í þessu:

Erlendur ferðamaður á leið til Íslands: „Hey, mr. Knutur, ég er að koma til landsins um miðjan vetur og ég var að velta fyrir mér hvort þú gætir bent mér á góða bílaleigu?“

Ég: Takk fyrir að spyrja. „Ekki leigja bíl af „ódýru leigunum,“ því þær eru langflestar reknar af algerum sleðum. Taktu frekar aðeins dýrari bíl hjá Höldi (Europcar). Þeir eru með rosalega góða þjónustu um allt land og þú getur lent í alls konar veseni sem þeir geta bjargað þér með. Svo leggja þau rosalega mikla áherslu á að bílarnir séu öruggir fyrir vetrarakstur. Það er ekki það sama hjá ódýru leigunum.

Ferðamaður: „Hey takk fyrir það. Ég var samt að finna rosalega ódýran bíl hjá SkamCar supercheap car rental. Takk samt fyrir ráðgjöfina.“

Ég: „… ok..“

10 dögum seinna.

Ferðamaður: „Heyrðu, heldurðu að bíllinn sé ekki algerlega í henglum hjá Dettifossi bara? Dekkin bara algerlega griplaus og ég bara kominn í algerar ógöngur. Mér fannst hann dálítið tæpur þegar ég leigði hann, en ég meina, hvað er í gangi með þessa bílaleigu ha?“

Ég: „… ok…“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí