Rætt um að greiða Grindvíkingum út eigið fé í húsnæði

Ríkisstjórnin hefur rætt að greiða Grindvíkingum út eigið fé þeirra í íbúðarhúsnæði. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún flutti skýrslu um ástandið í Grindavík á Alþingi í dag.

Verið er að semja frumvörp um launastuðning og uppkaup fleiri íbúða fyrir Grindvíkinga. Tilfærsla kaupstaðarins, að byggja upp nýja Grindavík kemur einnig til álita að sögn forsætisráðherra.

Katrín sagði ánægjulegt að samstaða væri um stuðninginn á þingi. Þá hrósaði hún árvekni vísindamanna og almannavarna sem hefði verið var ótrúleg, ekki síst hve vel hefði verið staðið að rýmingu í bæði skiptin sem alvarlega hætta steðjaði að bænum.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók undir með Katrínu um mikilvægi samstöðu um stuðning en taldi að hækka yrði leigustuðning við Grindvíkinga. Best væri að Alþingi myndi sammælast um einföld atriði og skipuð þverpólitísk nefnd um framhaldið, en meirihlutaflokkarnir virtust ætla að halda málinu innan eigin raða.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí