Ríkisstjórnin þarf að hætta að láta eins og fólk muni snúa aftur

„Nú finnst mér að stjórnvöld þurfi að taka af skarið. Hætta að tala eins og allir vilji snúa aftur til Grindavíkur. Það er ekki svo – við heyrðum það í fréttum kvöldsins – og  við getum auðvitað vel skilið hvers vegna.“

Þetta segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi Alþingismaður, á Facebook. Að hennar mati er kominn tími til að ríkisstjórnin leysi Grindvíkinga úr prísund óöryggis, og hætti að gera ráð fyrir framtíðarbyggð í Grindavík. Mikilvægast sé að að hjálpa Grindvíkingum að byrja upp á nýtt utan bæjarins.

„Svæðið er stórhættulegt. Sprungur opnast fyrirvaralaust og jörðin gleypir fólk. Enginn hiti á húsum, ekkert rafmagn, svo eignir liggja undir skemmdum á næstu sólarhringum. Innviðir í lamasessi. Enginn veit hvenær gýs næst, hvenær næsta skjálftahrina setur allt úr skorðum,“ segir Ólína og heldur áfram:

„Ég er hrædd um að nú sé tímabært – eftir allt sem á undan er gengið – að leysa bæjarbúa úr prísund óvissu og óöryggis, þá sem það kjósa.  Hætta að tala um framtíðarbyggð í Grindavík eins og hún sé sjálfgefið markmið. Það er ekkert sjálfgefið eins og  staðan er. Eldormurinn sem hlykkjast í iðrum jarðar undir Reykjanesi hefur rumskað og það getur tekið hundrað ár fyrir hann að sofna aftur.“

Ólína leggur áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að hjálpa Grindvíkingum með því að festa kaup á íbúðum. „Nú þarf að kaupa viðlagasjóðshús og festa kaup á íbúðum. Gefa þeim sem það kjósa (líklega drjúgum meirihluta Grindvíkinga) kost á því að byrja upp á nýtt utan Grindavíkur. Þung verða sporin – en þannig er það.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí