Sjálfstæðisflokkurinn staðfestir minni stuðning vegna kjaraviðræðna

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður pírata, fordæmir stefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem lýst hefur verið yfir að náttúruhamfarirnar á Suðurnesjunum muni rýra aðkomu ríkisins að kjarasamningum.

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun gerði þingkonan ummæli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra að umræðuefni, þar sem hann hefði stillt upp fjárhagsálögum ríkisins vegna Grindavíkur og kjaraviðræðum. Þórhildur Sunna sagði að ummælin hefðu hleypt illu blóði í kjaraviðræður breiðfylkingar sem nú eru komnar til sáttasemjara. Mikilvægt væri að lækka vaxtastig og takast á við verðbólgu með endurheimt tilfærslugreiðslna.

Samtök atvinnurekenda hafa lagt til lægri kjarabætur en í vikunni á undan. Þórhildur Sunna spurði hvort það væri til marks um að aldrei hafi staðið til af hálfu Sjálfstæðisflokksins að koma almennilega til móts við hina lægstlaunuðu.

Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði í svari við fyrirspurninni að það væri á ábyrgð aðila á vinnumarkaði að semja um kaup og kjör sín á milli. Þótt aðkoma ríkisins væri töluverð og í hennar huga of mikil væri ábyrgðin ekki ríkisins.

Hún sagði mikilvægt að ná langtímasamningum. Ástandið núna vegna náttúruhamfaranna hefði að sjálfsögðu áhrif á getu ríkissjóðs til skemmri eða lengri tíma.

Þórhildur Sunna sagði þá að í svörum ráðherra virtist sem ríkið tryði ekki á eigin aðgerðir til að lækka verðbólgu. Neitað væri að koma á móts við launafólk með svipuðum hætti og þekktist á hinum Norðurlöndunum.

Einnig spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Viðreisn ráðherra spurninga um sama mál. Þórdís Reykfjörð tók í svari sínu af öll tvímæli um að Grindavíkurstaðan myndi hafa neikvæð áhrif á stuðning ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí