Sleppum Eurovision og látum peningana renna til Grindavíkur

„Það kostar RÚV ca.100 milljónir að taka þátt í eurovision. Sleppum þessu í ár og látum peningana frekar renna til Grindvíkinga.“

Svo hljóða fremur einföld skilaboð sem fara nú eins og eldur um sinu á Facebook og samfélagsmiðlum. Líklega var það Gísli Gíslason sem lét þessi orð fyrst falla en færslu hans, frá því í gær, hefur nú verið deilt ríflega 500 sinnum. Ofan á það hafa margir deilt þessum orðum án þess að tengja það við færslu Gísla svo deilingarnar eru líklega umtalsvert fleiri.

Ef marka má hve margir deila þessum skilaboðum þá er þjóðin alls ekki sátt með ákvörðun Stefáns Eiríkssonar að hundsa vilja þjóðarinnar. Skoðanakannanir sýna það svart á hvítu að þjóðin vill sniðganga Eurovision í ár til að koma í veg fyrir að við séum „sameinuð í tónlist“ með þjóð sem fremur þjóðarmorð, Ísrael.

En skilaboð Gísla snúast eingöngu um Ísrael, þau snúast einnig um það að meðan heill bær, Grindvík, er á vergangi þá má sleppa ýmsu bruðli og nýta peningana í að hjálpa þeim. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ræður þessu að lokum. Hann hefur gefið það sterklega í skyn að hann ætli að hætta fljótlega. Ætlar hann að kveðja í sátt við samfélagið eða ekki?

Sterkur orðrómur hefur verið síðan Stefán gaf fyrst í skyn að hann væri að hætta og að hann væri að stefna á að komast inn á Alþingi. Samkvæmt þessum sama orðrómi þá er Stefán að stefna á að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna, líklega á Norðurlandi eystra. Gæti verið að þar liggi hundurinn grafinn? Einn af örfáum hópum á Íslandi sem enn styðja Ísrael eru hörðust Sjálfstæðismennirnir. Er Stefán að hundsa vilja þjóðarinnar í von um betri kosningu í prófkjöri Sjálfstæðismanna?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí