Varnargarðarnir virðast gera gagn: „Hraunið vellur uppvið varnargarðinn allan“

Nú rétt eftir klukkan 12 opnaðist sprunga við Grindavík. Ekki verður betur séð en að sprungan sé einungis 100 til 200 metra frá næsta húsi. Ljóst er að bærinn er í stórhættu, en hraun rennur nú í átt að bænum. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands deilir myndinni sem sjá má hér fyrir ofan, sem sýnir vel hve stutt er í bæinn frá sprungunni.

Eitt má þó fullyrða, varnargarðarnir virðast gera nokkurt gagn. Margir höfðu efasemdir um varnargarðana en Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingkona, bendir á að án þeirra væri staðan jafnvel enn verri.

„Djókararnir spretta fram og gera grín að varnargörðunum. Hér má sjá hvernig hraunið vellur uppvið varnargarðinn allan, þótt vissulega hafi sprungan sjálf komist leiðar sinnar undir og í gegnum garðinn á einum stað. Það er staður og stund fyrir djókið, bara mögulega ekki núna. Sorrý með “húmorsleysið,“ segir Helga Vala og deilir myndinni sem sjá hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí