Vill hraðlest milli Reykjavíkur og Akureyrar

Runólfur Ágústsson, sem lengi hefur barist fyrir hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur, segir tíma­bært að varpa fram rót­tæk­ari hug­mynd: Lest sem myndi tengja Reykja­vík og Ak­ur­eyri um Suður­land yfir Kjöl. Slík lest segir Runólfur að myndi tryggja ör­ugga teng­ingu þess­ara tveggja stærstu þétt­býl­isstaða lands­ins þar sem vega­lengd þar á milli yrði rúm­ir 300 kíló­metr­ar og ferðatím­inn rúm klukku­stund.

„Lest­in myndi gjör­breyta byggðaþróun í land­inu,“ segir Runólfur. „Með stoppistöð á Árborg­ar­svæðinu (Sel­foss-Hvera­gerði-Þor­láks­höfn) og Flúðum yrðu til tveir öfl­ug­ir þétt­býliskjarn­ar á Suður­landi og Ak­ur­eyri myndi sem enda­stöð efl­ast veru­lega sem mót­vægi við höfuðborg­ar­svæðið. Við erum nú á nýju ári að ná 400 þúsund íbúa fjölda og spáð er að okk­ur muni á næstu ör­fáu ára­tug­um fjölga í hálfa millljón eða meira. Fram­kvæmd eins og hér er lýst myndi dreifa byggð á land­inu og þeim vexti sem fram und­an er. Ak­ur­eyri gæti þannig vaxið úr rúm­lega 20 þúsund íbú­um í 40-60 þúsund eða jafn­vel 60-80 þúsund og sam­bæri­leg­ur vöxt­ur gæti orðið á Suður­landi. Ísland myndi þá hætta að vera það borg­ríki sem það er í dag og vöxt­ur fær­ast frá suðvest­ur­horn­inu út um landið. Slíkt er að flestu leyti skyn­sam­legt til að ná betri nýt­ingu á jarðnæði og innviðum, en einnig í ljósi þess að stærst­ur hluti stór­höfuðborg­ar­svæðis­ins stend­ur á eða við eld­virkt svæði sem er á næstu árum og ára­tug­um lík­legt til að valda tjóni þar á innviðum og mann­virkj­um.“

Gæti kostað allt að 900 milljarða

„Kostnaður við lest til Ak­ur­eyr­ar yrði gríðarleg­ur, lík­lega að lág­marki 7-9 hundruð millj­arðar króna skv. reynslu­töl­um frá strjál­býlli svæðum í Kína, en þétt­leiki byggðar ræður miklu um kostnað pr. km þegar lest­ir eru lagðar,“ skrifar Runólfur. „Sú fjár­hæð er um 2/​3 af ár­leg­um út­gjöld­um rík­is­sjóðs. Fram­kvæmd sem þessa þyrfti því að fjár­magna utan fjár­laga en hafa ber í huga að kostnaður af henni myndi dreifast á marga ár­tugi þannig að end­ur­greiðsla á slíkri fram­kvæmd gæti tekið 50 ár. Þessi fram­kvæmd yrði stærsta ein­staka fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar en í þeim sam­an­b­urði má þess geta að heild­ar­kostnaður við Kára­hnjúka og ál­ver á Reyðarf­irði var tæp­lega 500 millj­arðar króna upp­reiknað til dags­ins í dag. Sú fjár­fest­ing hef­ur borgað sig og sýnt fram á já­kvæð áhrif innviðaupp­bygg­ing­ar á byggðamál.“

„Nú kann það að vera að mörg­um, jafn­vel flest­um, þyki þessi hug­mynd fá­rán­leg, óraun­hæf eða í öllu falli ótíma­bær. Því til svara skul­um við hafa það í huga að hug­mynd Ein­ars Bene­dikts­son­ar um virkj­um í Búr­felli komst ekki til fram­kvæmda fyrr en 1969,“ skrifar Runólfur Ágústsson.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí