Áfram deyja börn á Gaza – Netanyahu hafnar vopnahléi

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hefur fyrirskipað ísraelska hernum að gera árás á jörðu niðri á borgina Rafha á Gaza ströndinni. Þar hafast við um 1,2 milljónir Palestínumanna við sárustu neyð. Sprengjum hefur rignt yfir borgina í morgun með þeim afleiðingum að minnsta kosti fjórtán manneskjur eru látnar, þar af fimm börn. Ótölulegur fjöldi til viðbótar er sár og enn er verið að grafa sært fólk og látið úr rústum. 

Netanyahu hafnaði í gær tillögum Hamas hreyfingarinnar um vopnahlés skilmála, og lýsti því yfir að „endanlegur sigur“ væri mögulegur innan fárra mánaða. Endanlegur sigur þýðir í huga ráðamanna Ísraels útrýming Hamas samtakanna og algjör yfirráð yfir Gaza. Sagði forsætisráðherrann að viðræður við Hamas skiluðu engu og að skilmálar hreyfingarinnar væru “rugl”. 

Háttsettur embættismaður Hamas, Sami Abu Zuhri, sagði við Reuters fréttastofuna að yfirlýsingar forsætisráðherrans ísraelska sýndu að hann hefði ekkert annað í huga en að halda áfram árásum og stríðsrekstri sínum á Gaza. 

Ísraelar hafa myrt yfir 27.700 Palistínumenn í árásarstríði sínum, þar af yfir 11.000 börn. Að minnsta kosti 65 þúsund manns hafa þá særst síðan ísraelski herinn réðst á Gaza til að hefna fyrir árásir Hamas samtakanna í suðurhluta Ísraels 7. október síðastliðinn. Hamas-liðar myrtu þá um 1.300 manns. Svo hlutirnir séu settir í samhengi jafngildir það tæpum 5 prósentum af þeim óskaplega fjölda sem látinn er á Gaza ströndinni. 

Ástandið á svæðinu er ólýsanlega hryllilegt og hjálparstofnanir vara við að hungursneyð sé yfirvofandi. Í gær ræddi samstöðin við þrjár íslenskar konur sem tóku mál í eigin hendur og björguðu móður og þremur börnum hennar út af Gaza-ströndinni. Viðtalið má sjá hér að neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí