Sjálfkjörið er í stjórn Eflingar fyrir kjörtímabil 2024 til 2026. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs félagsins var samþykkur á fundi trúnaðarráðs 8. febrúar síðastliðinn. Frestur til að skila öðrum lista rann út á hádegi í dag, mánudaginn 19. febrúar en önnur framboð bárust ekki. Ný stjórn tekur við á aðalfundi sem haldinn verður í vor samkvæmt lögum félagsins.
B-listi Sólveigar Önnu náði fyrst kjöri 2018. Ekert mótframboð kom 2020, en haustið 2021 sagi Sólveig Anna af sér sem formaður. Hún var svo endurkjörin 2022 og er nú sjálfkjörin formaður Eflingar.
Listi trúnaðarráðs og uppstillingarnefndar er eftirfarandi.
Formaður: Sólveig Anna Jónsdóttir
Gjaldkeri: Michael Bragi Whalley
Meðstjórnendur: Guðbjörg María Jósepsdóttir, Innocentia Fiati Friðgeirsson, Kolbrún Valvesdóttir, Olga Leonsdóttir, Rögnvaldur Ómar Reynisson og Sæþór Benjamín Randalsson
Skoðunarmenn reikninga: Aðalmenn: Alexa Tracia Patrizi og Valtýr Björn Thors, Varamaður: Bozena Bronislawa Raczkowska.