Ekkert mótframboð gegn Sólveigu Önnu í Eflingu

Sjálfkjörið er í stjórn Eflingar fyrir kjörtímabil 2024 til 2026. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs félagsins var samþykkur á fundi trúnaðarráðs 8. febrúar síðastliðinn. Frestur til að skila öðrum lista rann út á hádegi í dag, mánudaginn 19. febrúar en önnur framboð bárust ekki. Ný stjórn tekur við á aðalfundi sem haldinn verður í vor samkvæmt lögum félagsins.

B-listi Sólveigar Önnu náði fyrst kjöri 2018. Ekert mótframboð kom 2020, en haustið 2021 sagi Sólveig Anna af sér sem formaður. Hún var svo endurkjörin 2022 og er nú sjálfkjörin formaður Eflingar.

Listi trúnaðarráðs og uppstillingarnefndar er eftirfarandi.
Formaður: Sólveig Anna Jónsdóttir
Gjaldkeri: Michael Bragi Whalley
Meðstjórnendur: Guðbjörg María Jósepsdóttir, Innocentia Fiati Friðgeirsson, Kolbrún Valvesdóttir, Olga Leonsdóttir, Rögnvaldur Ómar Reynisson og Sæþór Benjamín Randalsson
Skoðunarmenn reikninga: Aðalmenn: Alexa Tracia Patrizi og Valtýr Björn Thors, Varamaður: Bozena Bronislawa Raczkowska.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí