Þótt nokkuð sé um liðið síðan Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður frumsýndi bíómynd sína „Á ferð með mömmu“ er ekkert lát á vegsemdum og er myndin nú að nema ný lönd.
Stórblaðið Guardian fjallar um myndina í dag og gefur henni fjórar stjörnur. Guardian hælir aðstandendum hennar á hvert reipi en hugmyndin að handritinu kviknaði fyrir meira en 30 árum þegar Hilmar og Þröstur Leó leikari, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, sátu að spjalli í Bolungarvík.
Guardian segir að myndin komi við allt það besta sem fyrirfinnst í mannskepnunni. Í stað þess að spyrja spurninga um ástina velti myndin fyrir sér hvað sé ekki knúið áfram af ást í mannlegri tilveru.
Fram kemur einnig í dómi Guardian að Hilmar hafi vitað nákvæmlega hvert hann var að fara með myndinni. Það sé magnað ferðalag þegar íslenski bóndinn Jón (í meðförum Þrastar Leós) sem býr á einöngruðum stað þegar mamma hans (Kristbjörg Kjeld) fellur frá og grípur til sinna ráða.
„Driving Mum“ eins og myndin kallast á ensku kemur í bíó í Bretlandi næsta föstudag. Verður ekki annað sagt en lofsamlegur dómur Guardian sé gott veganesti fyrir myndina.
Myndin gerist árið 1980