Fjögurra stjörnu dómur Guardian um það besta í íslensku mannskepnunni

Þótt nokkuð sé um liðið síðan Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður frumsýndi bíómynd sína „Á ferð með mömmu“ er ekkert lát á vegsemdum og er myndin nú að nema ný lönd.

Stórblaðið Guardian fjallar um myndina í dag og gefur henni fjórar stjörnur. Guardian hælir aðstandendum hennar á hvert reipi en hugmyndin að handritinu kviknaði fyrir meira en 30 árum þegar Hilm­ar og Þröst­ur Leó leikari, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, sátu að spjalli í Bol­ung­ar­vík.

Guardian segir að myndin komi við allt það besta sem fyrirfinnst í mannskepnunni. Í stað þess að spyrja spurninga um ástina velti myndin fyrir sér hvað sé ekki knúið áfram af ást í mannlegri tilveru.

Fram kemur einnig í dómi Guardian að Hilmar hafi vitað nákvæmlega hvert hann var að fara með myndinni. Það sé magnað ferðalag þegar íslenski bóndinn Jón (í meðförum Þrastar Leós) sem býr á einöngruðum stað þegar mamma hans (Kristbjörg Kjeld) fellur frá og grípur til sinna ráða.

„Driving Mum“ eins og myndin kallast á ensku kemur í bíó í Bretlandi næsta föstudag. Verður ekki annað sagt en lofsamlegur dómur Guardian sé gott veganesti fyrir myndina.

Mynd­in ger­ist árið 1980

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí