Ísland með hlutfallega 20 sinnum fleiri seðlabankastarfsmenn en Svíar

Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri og þingmaður, segir alls konar bruðl viðgangast í opinberum rekstri hér á landi.

Á facebook rifjar Páll upp að fyrir ári hefði hann spurt af hverju Seðlabankinn þyrfti fleiri en 300 starfsmenn. Ísfélag Vestmannaeyja – sem geri út 7 fiskiskip og rekur bolfiskvinnslu, uppsjávarvinnslu og fiskimjölsverksmiðjur á tveimur stöðum á landinu og býr til verðmæti upp á 17 milljarða árlega – þurfi bara 230 starfsmenn.

Páll segir að í seðlabanka Svíþjóðar vinni um 420 manns.

„Svíar eru 10, 6 milljónir þannig að í seðlabankanum þeirra vinnur 1 starfsmaður á hverja 25.000 íbúa. Í Seðlabanka Íslands vinnur 1 starfsmaður á hverja 1.250 íbúa. Hlutfallslega vinna sem sagt 20 sinnum fleiri starfsmenn í seðlabankanum á Íslandi en í Svíþjóð,“ segir Páll.

Til að jafna töluna hlutfallslega þyrfti að fækka á Íslandi úr 300 í 15.

Eða fjölga í Svíþjóð úr 420 í 8.400!

Páll er ekki eini sjálfstæðismaðurinn sem hefur sótt að útbólgnu bákni ríkiskerfisins á vakt Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra síðustu ár.

Þannig kom fram í umræðum á Alþingi í vikunni hjá Sigþrúði Ármann, varaþingkonu Sjálfstæðisflokksins, að fjölgun ríkisstarfa og óskilvirkni ríkisstarfsmanna hér á landi væri alræmd. Ríkisstarfsmenn hér á landi vermdu botninn í skilvirkni miðað við samanburðarríki.

Stjórnarráðið hefur bólgnað út sem nemur 30 prósentum að því er fram kom í umræðunum á Alþingi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí