Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist bæði sorgmædd og döpur þegar hún beindi óundirbúinni fyrirspurn til heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag vegna ófremdarástands í heilbrigðismálum.
Hún ræddi mál foreldra sem ættu unga stúlku sem hefur fjórum sinum reynt að svipta sig lífi. Stúlkunni hafi verið hent milli geðlækna og sálfræðinga og virðist nú sem kerfið hafi gefist upp gagnvart hennar vanda, að sögn þingkonunnar.
Þá hafi nú í vikunni ungur maður hrakist milli stofnana og síðan hafi ekkert til hans spurst. Hann sé 23 ára gamall.
Hvað er til ráða? Spurði Inga og sagðist efast um að Íslendingar ættu ekki lengur nokkra innviðastoð sem við gætum verið stolt af.
Inga bætti við að á áttunda hundrað einstaklinga kæmust ekki inn á Vog en á sama tíma verði ríkið 20 sinnum hærri fjárhæð í hælisleitendur.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra svaraði að jákvæðir hlutir hefðu átt sér stað hjá starfsfólki BUGL, þar sem tekist hefði að ná niður biðlistum.
Þá hefði verið tekinn upp stór og breiður samstarfsvettvangur á sviði vímuvarna og fleira.