Næstum þriðja hver kona glímir við offitu á meðgöngu á Norðurlandi

Líkamsþyngd barnshafandi kvenna á Norðurlandi hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin 19 ár. 30 þrósent kvenna á Norðurlandi glíma nú við offitu við upphaf meðgöngu. Margvíslegar lýðheilsulegar afleiðingar fylgja fyrir bæði mæður og börn.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Kamilla Dóra Jónsdóttir læknanemi birtir í Læknablaðinu.

Í greininni segir að ofþyngd og offita barnshafandi kvenna sé ört vaxandi lýðheilsuvandamál um allan heim. Í íslenskum gögnum frá 2015 og 2016 voru 24 prósent kvenna í ofþyngd og 19 prósent með offitu í upphafi meðgöngu. Samkvæmt þessu er hlutfall mæðra í ofþyngd töluvert hærra fyrir norðan en samkvæmt landsmeðaltali.

Konur sem hefja meðgöngu í ofþyngd eða með offitu eru líklegri en konur í kjörþyngd til að fá meðgöngukvilla, svo sem meðgöngusykursýki, meðgönguháþrýsting og meðgöngueitrun. Eykst áhætta með aukinni þyngd.

Einnig eru konur í ofþyngd og með offitu líklegri en konur í kjörþyngd til sað fæða vokallaða þungbura og nýbura sem eru stórir fyrir hefðbundna fæðingaraðferð.

Framköllun fæðingar, fæðing með keisaraskurði og áhaldafæðingar eru algengari hjá þessum konum samanborið við konur í kjörþyngd.

Auk þess eru vísbendingar um að þyngd móður á meðgöngu geti haft áhrif á þyngd og heilsufar barna þeirra seinna meir. Börn kvenna með offitu eru til dæmis líklegri til að glíma sjálf við offitu, fá frekar hjarta- og æðasjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma, astma og taugaþroskaraskanir síðar á lífsleiðinni, samanborið við börn kvenna í kjörþyngd á meðgöngu að því er fram kemur í grein Kamillu í Læknablaðinu.

Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja þróun líkamsþyngdar barnshafandi kvenna við upphaf meðgöngu á Norðurlandi síðastliðin 19 ár, frá 2004 til 2022, og skoða hvort marktæk breyting hafi orðið á líkamsþyngdarstuðli og algengi ofþyngdar og offitu í þessum hópi.

Rannsóknin var gerð á öllum konum sem fæddu á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2022. Alls fæddu 8063 konur 8168 börn á tímabilinu.. Heildarfjöldi kvenna í þýðinu eftir útilokanir var 7410.

Mikilvægt er að skoða áhrif offitu betur á meðgöngu og fæðingu og hvernig minnka megi áhrif eða snúa þróuninni við eins og segir í greininni sem ber heitið „Þróun líkamsþyngdar barnshafandi kvenna við upphaf meðgöngu á Norðurlandi árin 2004-2022“.

Þróun líkamsþyngdar barnshafandi kvenna við upphaf meðgöngu á Norðurlandi árin 2004-2022 | 04. tbl. 110. árg. 2024 | Læknablaðið (laeknabladid.is)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí