Orbán stjórnin í Ungverjalandi í vanda vegna hneykslismála og mótmæla

Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands og þjóðernis popúlistaflokkur hans Fidesz eiga í vök að verjast eftir að pólitískur skandall olli afsögn Katalinu Novak forseta landsins. Hávær mótmæli knúðu Novak til afsagnar en hún hafði unnið sér það til óhelgi að náða Endre Kónya, sem dæmdur hafði verið fyrir vitorð í kynferðisbrotamáli gegn börnum. Stjórnmálaskýrendur í Ungverjalandi segja að málið allt sé orðið það erfiðasta sem Orbán hefur þurft að takast við frá því hann komst aftur til valda í Ungverjalandi árið 2010.

Á sama tíma og Novak forseti ákvað að segja af sér tilkynnti fyrrverandi dómsmálaráðherra Ungverjalands, Judit Varga, að hún myndi einnig draga sig út úr sviðsljósinu. Til stóð að Varga leiddi framboðslista Fidesz fyrir Evrópuþingskosningarnar í sumar en af því verður ekki.

Náðun Kónya hefur skapað mikla og obinbera reiði í garða Fidesz-flokksins og Orbán, reiði og andstöðu sem Orbán á ekki að venjast en flokkurinn fékk yfir helming atkvæða í síðustu þingkosningum. Þá hefur skandallinn í kringum náðunina orðið til þess að frekari gagnrýni hefur verið sett fram varðandi stjórnarhætti Orbán, án þess að honum takist að kæfa þá gagnrýni sem venja hefur verið.

Til að hella olíu á eldinn fyrir Orbán steig fyrrverandi eiginmaður Varga, Peter Magyar fram í og hellti sér yfir Orbán og stjórnkerfið allt í kringum hann. Magyar, sem í íslenskri þýðingu heitir Pétur Ungverji, er áhrifamaður í ungversku viðskiptalífi og hefur fram að þessu stýrt eða setið í stjórnum fjölmarga fyrirtækja í eigu ríkisins.

Magyar birti fyrst gagnrýni sína á Facebook þar sem hann sagðist ekki mínútu lengur vilja vera þátttakandi í kerfi þar sem þeir sem hinir raunverulegu sökudólgar feli sig á bak við konur sem látnar séu taka á sig alla ábyrgðina. Magyar greindi á sama tíma frá því að hann hefði sagt sig frá stjórnun tveggja ríkisfyrirtækja.

Magyar mætti svo í viðtal á YouTubu rás Partizán fréttastöðvarinnar þar hann gagnrýndi landlæga spillingu í Ungverjalandi. Þá gagnrýndi hann hvernig nánustu bandamenn og fjölskylda hefði sölsað undir sig gríðarleg auðævi síðustu ár, með þeim afleiðingum að Evrópusambandið hefði fryst milljarða evra styrkjagreiðslur til Ungverjalands vegna gruns um misnotkun fjárins. Spurði Magyar hvort eðlilegt mætti teljast að örfáar fjölskyldur ættu hálft Ungverjaland. Ríflega 1,8 milljón manns hafa horft á viðtalið.

Orbán sjálfur hefur ekki tjáð sig um afsögn Novák né um málið sem slíkt í vikutíma. Þá hefur lítið farið fyrir honum á samfélagsmiðlum, þar sem hann alla jafna er mjög virkur.

Boðað hefur verið til frekari mótmæla í Búdapest á morgun, föstudag. Meðal þeirra sem það hafa gert eru vel þekktir áhrifavaldar í ungversku samfélagi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí