„Daglegar fréttir eru af áframhaldandi fjöldamorðum sem nú falla klárlega undir þjóðarmorð eins og 15 af 17 dómurum Alþjóðadómstólsins töldu svo sterkar líkur á að málið var tekið til efnismeðferðar. Gleymið ekki að dómurinn skipaði Ísrael að stöðva aðgerðir, sem landið hunsar og heldur slátruninni áfram.“
Þetta skrifar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á Facebook en hann vísar meðal annars til fjöldamorðs sem framið var í morgun af Ísraelum. Þeir skutu tugi Palestínumenn tl bana þar sem þeir biðu eftir mataraðstoð. Samstöðin fjallaði nánar um þann hrylling fyrr í dag.
Kristinn segir að ekki sé hægt að horfa fram hjá því að ríkisstjórn Íslands sé samsek af þessum glæpum. „Í morgun var það saklaus og soltinn almenningur sem þusti að flutningabílum með matvælum sem var sallaður niður. Það að utanríkisráðherra skuli yfirhöfuð slá á þráðinn til starfsbróðurs síns í Ísrael er hneiksli. Með framferði sínu og athafnaleysi er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur samábyrg í þessum slátrunum. Hún min aldrei geta þvegið þá blóðbletti af höndum sér,“ segir Kristinn.