Ríkisstjórn Zimbabwe vill afnema dauðarefsingar

Ríkisstjórn Zimbabwe hefur lýst stuðningi sínum við lagafrumvarp um afnám dauðarefsingar í landinu. Dauðarefsingu var síðast beitt í Zimbabwe fyrir tveimur áratugum. Enn á eftir að samþykkja frumvarpið í þingi landsins. 

Dauðarefsingu í Zimbabwe var framfylgt með hengingu en enginn hefur verið hengdur í landinu síðan árið 2005. Er ástæðan meðal annars sú að enginn hefur fengist til þess að taka að sér starf böðuls um áraraðir. Síðast árið 2022 var auglýst eftir nýjum böðli og var greint frá því að nokkur fjöldi hefði sótt um og þar á meðal tvær konur. Enginn var hins vegar ráðinn til starfans. 

Yfir 50 ríki í heiminum öllum þar sem dauðarefsing er enn við lýði, þar af eru 30 Afríkuríki. Hins vegar hefur dauðarefsingum ekki verið framfylgt í mörgum þessara Afríkuríkja síðustu ár, þar á meðal í Zimbabwe. 

Miðað við yfirlýsingar stjórnarandstöðuþingmanna má gera ráð fyrir því að þverpólitískur stuðningur sé fyrir málinu. Forseti Zimbabwe, Emmerson Mnangagwa sem endurkjörinn var í ágúst síðastliðnum, hefur ítrekað lýst andstöðu sinni við dauðarefsingar. Það er ekki að undra, enda vísar hann til persónulegrar reynslu sinnar. Mnangagwa var dæmdur til dauða á sjöunda áratugnum fyrir að hafa sprengt í loft upp lest. Það gerði Mnangagwa þegar hann barðist í frelsisstríði Zimbabwe en þá var landið nefnt Rhodesía og því stýrt af hvítum minnihluta í landinu. Dómur Mnangagwa var síðar mildaður og breytt í tíu ára fangelsisvist. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí