Auglýsingatekjur Rúv aukast um 17,4 prósent á árinu 2024. Sala auglýsinga er samkvæmt áætlun á fjórða milljarð króna. Þá mun framlag frá ríkinu hækka um 3,5 prósent í um sex milljarða.
Frá þessu greinir Viðskiptablaðið.
Á sama tíma og Rúv sogar til sín æ meira fé berjast einkareknir fjölmiðlar sem hafa viðurværi af auglýsingum í bökkum. Innlendir auglýsendur nota nú erlendar efnisveitur í ríkari mæli en nokkru sinni svo sem facebook til að koma vöru sinni á framfæri. Hlutur auglýsingakökunnar innanlands hefur minnkað milli 50 og 60 prósent á nokkrum árum.
Magnús Ragnarsson hjá Símanum segir í Viðskiptablaðinu að einu gildi hve mikið fjárframlög frá ríkinu hækki til Rúv. Stofnunin fari alltaf fram á meira og meira auglýsingafé.
Hann segir áætlanir um stórfelld aukningu nú íma illa við nýgerðan þjónustusamning við ráðuneyti menningarmála þar sem talað hefur verið um að umsvif Rúv á auglýsingamarkaði eigi að minnka.
Samstöðin bíður svara frá Lilju Alfreðsdóttur ráðherra vegna málsins.
Mynd: Ríkisútvarpið