Ríkisútvarpið sogar til sín æ fleiri milljarða frá einkageiranum

Auglýsingatekjur Rúv aukast um 17,4 prósent á árinu 2024. Sala auglýsinga er samkvæmt áætlun á fjórða milljarð króna. Þá mun framlag frá ríkinu hækka um 3,5 prósent í um sex milljarða.

Frá þessu greinir Viðskiptablaðið.

Á sama tíma og Rúv sogar til sín æ meira fé berjast einkareknir fjölmiðlar sem hafa viðurværi af auglýsingum í bökkum. Innlendir auglýsendur nota nú erlendar efnisveitur í ríkari mæli en nokkru sinni svo sem facebook til að koma vöru sinni á framfæri.  Hlutur auglýsingakökunnar innanlands hefur minnkað milli 50 og 60 prósent á nokkrum árum.

Magnús Ragnarsson hjá Símanum segir í Viðskiptablaðinu að einu gildi hve mikið fjárframlög frá ríkinu hækki til Rúv. Stofnunin fari alltaf fram á meira og meira auglýsingafé.

Hann segir áætlanir um stórfelld aukningu nú íma illa við nýgerðan þjónustusamning við ráðuneyti menningarmála þar sem talað hefur verið um að umsvif Rúv á auglýsingamarkaði eigi að minnka.

Samstöðin bíður svara frá Lilju Alfreðsdóttur ráðherra  vegna málsins.

Mynd: Ríkisútvarpið

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí