Sindri Snær Birgisson, sakborningur sem ákærður hefur verið í hryðjuverkamáli, sagði þegar aðalmeðferð málsins fór fram í dómsal í gær að hann hefði ekki ætlað að drepa neinn. Utanríkisráðherra hefði talað nýlega á svipuðum nótum.
Til ummæla Sindra var vitnað í frétt Ríkisútvarpsins. Karen Kjartansdóttir almannatengill bendir á málið á eigin facebook-síðu.
Samstöðin var fyrsti fjölmiðillinn sem birti nöfn og myndir af Sindra og félaga hans Ísidór Nathanssyni en þeir eru báðir ákærðir í málinu. Sjá hér:
Áhugamaður um vopn, ofbeldi og hægrisinnuð stjórnmál – Samstöðin (samstodin.is)
Mikill styrr hefur staðið um afstöðu Bjarna Benediktssonar í málefnum flóttamanna. Ekki síst hvað varðar fórnarlömbin á Gaza, þar sem haldið er fram að Ísraelsmenn séu að fremja þjóðarmorð.
„Þegar menn sem ættu að vera háttsettir í samfélaginu, láta út úr sér svona ógeðfelld ummæli – þá spretta fram aðrir klikkhausar sem telja sig loksins mega láta andúð sína í ljós. Búið að gefa grænt ljós,“ segir í einni athugasemd við færslu Karenar um mikilvægi fyrirmynda.
Sjá frétt Rúv hér: „Ég neita þessu alfarið – þetta er bara galið“ – RÚV.is (ruv.is)