Starfsfólk segist svikið um 263 þúsund króna verðbólgubætur

Starfsfólk safna í Liverpool hóf verkfall laugardaginn 17. febrúar. Það gæti staðið yfir í tvo mánuði ef vinnuveitandi þeirra, National Museums Liverpool (NML), samþykkir ekki kröfuna um að borga umsamdar verðbólgubætur. Verkfallið er vegna lífskjarakrísu, bótagreiðslu sem NML hefur neitað að greiða starfsfólki sínu sem eru félagar í Public and Commercial Services union (PCS).

PCS segir að NML sé það eina af rúmlega 200 atvinnurekendum sem ekki hafi staðið við ≈ 263 þúsund krónur (1.500 punda) greiðslu sem lofað var í kjarasamningum í fyrra. Stéttarfélagið undirstrikar mikilvægi þessarar greiðslu fyrir starfsfólk safnanna, sem þegar býr við lág laun og glímir við aukna erfiðleika við að kaupa nauðsynjar eins og orku og mat, sem leggst hlutfallslega þyngra á herðar þeirra sem hafa lægri tekjur.

Verkfallið mun hafa áhrif á fjögur söfn og gallerí á Merseyside-svæðinu, þar á meðal Liverpool-safnið (Museum of Liverpool), Heimssafnið (World Museum), Þrælasafnið (International Slavery Museum), og Sjóminjasafnið (Maritime Museum).

Stéttarfélagið segir að verkfallið sé ekki beint gegn gestum, heldur gegn atvinnurekanda sem vanmeti ástríðu, færni og þekkingu starfsfólksins.

„PCS hefur reynt hvað það getur til að leysa þessa deilu en við höfum fengið þvert NEI frá atvinnurekandanum,“ sagði Talsmaður PCS. „Barátta okkar er ekki við þá sem heimsækja söfnin, heldur þá sem vanmeta ástríðu, færni og þekkingu okkar í starfi. Það er kominn tími til að NML borgi og viðurkenni framlag okkar.“

Forstöðukona NML sagði að eingreiðslan væri óviðráðanleg og gæti ógnað langtímasjálfbærni safnanna og galleríanna. Hún útskýrði að fjármunirnir hafi verið notaðir í varanlegar launahækkanir fyrir allt starfsfólkið, með sérstakri áherslu á að bæta kjör þeirra sem eru lægst launaðir. Hún lýsti einnig yfir vilja til áframhaldandi viðræðna til að reyna að binda enda á verkfallsaðgerðir ef mögulegt væri.

Mynd: Safnafólk sýnir samstöðu við verkfallsvörslu 22. febrúar

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí