Stríð skollið á um hvort Grindavík eigi að lifa eða deyja: „Allt er svo hættulegt!“

Svo virðist sem það hafi verið ákveðið að opna ekki fyrir búsetu og starfsemi í Grindvík á ný. Í það minnsta er það svo gott sem fullyrt í greinargerð með frumvarpi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að ríkissjóður taki yfir húsnæðislán Grindvíkinga. Þar segir Bjarni að ekki sé útlit um að bærinn verði öruggur staður til búsetu næstu árin. Þetta viðhorf hefur heyrst áður en aldrei svo formlega.

Líkt og gefur að skilja þá eru mjög skiptar skoðanir um þetta, og þá sérstaklega meðal Grindvíkinga. Einn þeirra, Björn Birgisson, líkir þessu við stríð milli fylkinga. Sjálfur er hann á þeirri skoðun að þeir sem vilja vera áfram ættu að fá að vera áfram. „Það er eins og stríð sé skollið á! Stríðið um hvort Grindavík eigi að lifa eða deyja,“ segir Björn á Facebook.

Hann bendir á að þeir séu svo sannarlega til sem vilja vera áfram. „Fyrirtækjaeigendur margir hverjir vilja fá að nýta óskemmd tæki og húsakost í Grindavík til sinnar gjaldeyris- og atvinnuskapandi starfsemi. Ýmsir fulltrúar valdstjórnarinnar virðast ekki hrifnir af því og vilja ráðskast með þetta langt umfram valdsvið sitt. Allt er svo hættulegt!,,“ segir Björn.

Þó uppgjafartón megi finna í frumvarpi Bjarna þá má ekki segja það sama um fjárhagsætlun bæjarins. „Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir 2024 gagnvart fjárfestingum snýr eingöngu að viðhaldi á innviðum bæjarins, að gera það sem bænum ber, hafa allar lagnir og götur í lagi og yfirhöfuð það sem snýr að rekstri svona bæjarfélags. Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir 2024 er ekki uppgjafarplagg,“ segir Björn og bætir við sitt mat á málinu hljóði svo:

„Það á að leyfa miklu meira í Grindavík en nú er leyft. Ef eigendur fyrirtækja vilja reyna að þrauka þá er það af hinu góða ef fyllsta öryggis er gætt. Ef húseigendur vilja og þurfa að dvelja meira í bænum en nú er leyft, þá á að auka og bæta aðgengi þeirra. Flóttaleiðir eru til staðar í austur og vestur, jafnvel í norður líka, og alltaf ættu skip að vera til reiðu í höfninni og halda flóttaleið í suður opinni. Minni á að uppkaupatilboðið til húseigenda stendur fram í júlí og margir verða húseigendur í Grindavík til þess tíma og jafnvel lengur. Látum reyna á allt í Grindavík til fullnustu, lengjum og nærum þær líflínur sem enn fyrirfinnast. Gefumst ekki upp á meðan enn örlar á lífi og vilja.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí