Tala látinna á Gaza komin yfir 30 þúsund manns

Tala látinna Palestínumanna á Gaza-ströndinni er kominn yfir 30 þúsund og yfir 70 þúsund er særðir í árásarstríði Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gaza. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru 85 prósent íbúa Gaza á flótta og 60 prósent innviða á svæðinu eru rústir einar. 

Stríðið hefur nú staðið í 146 daga, frá 7. október. Á síðasta sólarhing hefur alla vega 81 Palestínumaður fallið og 132 særst í árásum ísraelska hersins. Samkvæmt talsmanni palestínska heilbrigðisráðuneytisins er stærstur hluti þeirra sem fallið hafa börn, konur og aldraðir. Vitað er að fjöldi fórnarlamba er fastur undir rústum á svæðinu. 

Eins og Samstöðin greindi frá í morgun voru tugir Palestínumanna drepnir af ísraelska hernum þar sem þeir biðu eftir mataraðstoð hjálparsamtaka. Nákvæmari tölur hafa nú borist og er mannfallið alla vega 81 látinn, og yfir 700 særðir, samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza. Líkur eru á að tala látinna hækki enn frekar, í ljósi þess hversu margir eru alvarlega sárir. 

Hamas samtökin hafa lýst árásinni, sem átti sér stað klukkan hálf þrjú í nótt að íslenskum tíma, sem „fordæmalausum stríðsglæp“. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar látið hafa eftir sér að ekkert sé vitað um árásir á svæðinu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí