Þvæla að halda því fram að Rapyd sé íslenskt

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hefur undanfarið keypt auglýsingar þar sem reynt er að halda því fram að fyrirtækið sé íslenskt. Staðreyndin er þó að helsti eigandi fyrirtækisins er Ariel Shtilman, sá sami og hefur lofað þjóðarmorð í Palestínu.

Árni Rúnar Hlöðversson bendir á að málið sé mjög einfalt hvað varðar Rapyd. „Þetta er svo einfalt mál með Rapyd. Það þýðir ekkert að reyna að halda því fram að þetta sé Íslenskt fyrirtæki þegar það hentar ekki lengur að tengjast eigandanum sem segir fyrirtækið styðja árásirnar á Gaza,“ skrifar Árni Rúnar á Facebook og heldur áfram:

„Fyrirtæki ættu að hætta viðskiptum við Rapyd og sérstaklega fyrirtæki sem stæra sig af samfélagslegri ábyrgð. Í samfélagslegri ábyrgð felst að fyrirtæki taki mark á áhyggjum samfélagsins og geri kúnna sína ekki samseka í stuðningi við það sem Alþjóðadómstóllinn telur að líklega sé þjóðarmorð.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí