Þvæla að það sé tenging milli launa og verðs á vöru á Íslandi – Hagfræðin og raunveruleikinn stangast á

„Enn er reynt að kenna fólki, sem getur varla framfleitt sér á lélegum launum, að fái það kjarabætur, þá fari verðbólgan úr böndunum.  Sama hvað hver segir, að mjög fá dæmi eru um það í íslensku þjóðfélagi, að bein tenging sé milli launa launþega og verðs vöru og þjónustu.  Hækkun launa þvingar ekki stórar verslunarkeðjur til að hækka mjólk.  Fyrir utan, að Bónus virðist ekki vera með frjálsa verðlagningu, heldur lætur Krónuna sjá um að reikna verðið og setur sitt verð svo einni krónu undir.“

Þetta segir Marinó G. Njálsson í pistli sem hann birtir á Facebook en þar færir hann sterk rök fyrir því að í raun sé þetta mýta, líklega byggð á hagfræðilíkani og engu öðru. Veik tengsl á milli slíkra líkanna og svo raunveruleikans eru svo vel þekkt og oft veikur blettur hjá hagfræðingum. „En hagfræðilíkönin segja annað og sumt vel menntað fólk lætur þau stjórna.  Mig langar hins vegar að elta tölurnar og láta þær tala,“ segir Marinó.

Hér fyrir neðan má svo helstu ályktanir hans af því.  

Innan vísitölu neysluverðs (VNV) eru 12 meginflokkar og innan hvers eru undirflokkar og loks koma þeir 55 liðir vísitölunnar sem í reynd mæla verðbólguna.  Ég gerði tilraun til að flokka þessa 55 liði vísitölunnar eftir því hvort ráðandi þáttur verðbreytinga sé tengdur öflunnar vörunnar, launum, bæði (þ.e. í fljótu bragði sé ekki hægt að greina á milli) og annað.  Niðurstaða mín varð sem hér segir:

Ráðandi þáttur og fjöldi liða

Laun – 14 liðir

Öflun vöru – 32 liðir

Bland af báðu – 5 liðir

Annað – 4 liðir

Undir annað falla opinberar gjaldskrárhækkanir á áfengi og tóbak og síðan hækkanir á greiddri húsaleigu og reiknaðri húsaleigu.

Næst tók ég breytingu á hverjum þessara 55 liða í VNV milli janúar 2023 og 2024 og vóg hana með meðalvægi hvers liðar fyrir sig þessa tvo mánuði.  Áhrif hvers flokks á verðbólgu síðustu 12 mánaða var sem hér segir:

VNV  – 6,7%

Laun – 1,39%

Öflun vöru – 2,17%

Bland af báðu – 0,26%

Annað – 2,94%

– þar af greidd og reiknuð húsaleiga – 2,82%

Við flokkunina voru skoðaðir ársreikningar margra fyrirtækja, m.a. þriggja stærstu verslanasamsteypa á Íslandi, olíufélaga, Orkuveitunnar og Icelandair, og síðan byggt á samantekt Hagstofu úr ársreikningum fyrirtækja.  Samkvæmt tölum Hagstofu var meðallaunakostnaður allra fyrirtækja, sem tölurnar ná yfir, 19,6% árið 2022, 8,3% hjá heildverslun og 14,4% hjá smásöluverslun, en þessir tveir geirar eru ábyrgir fyrir ansi stórum hluta liða í VNV.  Mín eigin athugun hefur síðan leitt í ljós að samkvæmt ársreikningum Haga, Festis og Samkaupa er launakostnaður þessara aðila um 10% af veltu.  Miðað við þetta ætti 10% hækkun launataxta (sem hún verður ekki) ekki að leiða til nema í mesta lagi 1,5% hækkun rekstrarkostnaðar. 

Þetta var ca. launahækkunin síðast og þó hún hefði verið 15%, sem reiknast þá í að hámarki 2,25% hækkun rekstrarkostnaðar, þá hækkaði meginflokkurinn 01 Matur og drykkjavörur um 8,9% á 12 mánuðum.  Hvað sem hver segir er þessi hækkun ekki 2,25% hækkun rekstrarkostnaðar að kenna.  Ástæðan er augljóslega einhver önnur.

Að elta tölurnar segir oft allt aðra sögu en hagfræðilíkönin.  Ég tel mig hafa bent á, að eitthvað meira hafi hangið á spítunni, þegar matar- og drykkjarvörur hækkuðu um 8,9% á sama tíma og rekstrarkostnaður fyrirtækja hækkaði um í mesta lagi 2,25%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí