Sjálfstæðisflokkurinn montar sig af efnahagsástandinu

Fyrir örfáum vikum greindi Samstöðin frá því að um 40 prósent launafólks á Íslandi teldi fjárhagsstöðu sína slæma. Það kom fram í nýbirtri rannsókn Vörðu á stöðu launafólks á Íslandi. Sú skýrsla var einfaldlega kolsvört en í grófum dráttum var megin niðurstaðan sú að venjulegt íslenskt fólk sem starfar í launaðri vinnu hefur haft það verra ár frá ári. Með öðrum orðum þá hefur hagur flestra versnað umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar.

En svo sérfræðingar að sunnan, enn sunnar en Reykjavík raunar, sem segja að hér sé allt til sóma. Öll línurit snúa í rétt átt, línan er fara upp. Það eru Alþjóðagjaldeyrisssjóðurinn sem gefur efnahagsstefnu Íslands fyrstu einkunn í árlegri skýrslu. Sá sjóður er ekki alveg óumdeildur, víða í Afríku er nafn sjóðsins hálfgert blótsyrði.

Það ljóst að Sjálfstæðisflokkuinn eiginar sér alla stóran þátt í því að Ísland fékk þessa „fyrstu einkunn“ AGS. Flokkurinn hefur birt á vef sínum frétt um þennan árangur, ekki alveg laus við allt stolt. Allt tal um dýrtíð og fasteignakrísur úr sögunni. Varla gæfi AGS Íslandi fyrstu einkunn nema almennt væri allt til sóma.

En hvernig metur sjóðurinn efnahagstefnu góða eða slæma?

Nokkuð stór þáttur í því virðist vera hve hratt skuldir eru greiddar til baka. Mikilvægast jafnvel ef miðað er við frétt Sjálfstæðisflokksins. „AGS tekur fram í skýrslunni að opinberar skuldur séu viðráðanlegar og á niðurleið, þrátt fyrir áhrifin af heimsfaraldri sé skuldsetning í hlutfalli við stærð hagkerfisins á svipuðum slóðum og fyrir faraldur. Hann bendur á að opinberar skuldir á Íslandi séu í meðallagi meðal þróaðra þjóða, en ef tekið er tillit til uppbyggingu lífeyriskerfisins séu þær mjög litlar í þeim samanburði,“ á vef Sjálfstæðisflokksins.

Það gæti þó ekki verið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði hag af því að hrósa þeim sérstaklega sem forgangsraða í þágu bankans á kostnað almenings sem hefur það verr ár frá ári? Þeir ótal milljarðar sem hafa farið úndanfarið í að borga skuldir virðast í það minnsta seint skila sín til almennings.   

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí