Ungabörn svelta í hel á Gaza 

Tveggja mánaða gamall drengur dó úr hungri í Gazaborg síðastliðinn föstudag. Yfirmaður eins af þeim fáu sjúkrahúsum sem eru að hluta enn starfhæf á Gaza segir að einkenni vannæringar séu greinileg á öllum nýburum, sökum þess að mæðurnar svelti. Fjöldi barna hafi dáið á síðustu vikum úr hungri og verði ekki að gert muni fjöldinn margfaldast. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfirvofandi barnadauð sem sprengingu. 

Drengurinn litli sem dó hét Mahmour Fattouh og lést hann á al-Shifa sjúkrahúsinu í Gazaborg. Bráðaliðar sem reyndu að bjarga drengnum sögðu að hann hefði enga mjólk fengið dögum saman. Enga barnamjólk er að hafa á Gaza-ströndinni. 

Á sama tíma hunsa ísraelsk stjórnvöld beiðnir og kröfur alþjóðasamfélagsins um að leyfa aukinn flutning hjálpargagna inn á Gaza svæðið, þar sem ísraelski herinn hefur myrt 30 þúsund manns og sært 70 þúsund á 142 dögum. Grimmdaræðið á að heita svar við hryðjuverkaárásum Hamas 7. október, þar sem 1.139 voru myrtir. 

Gaza er á barmi hungursneyðar, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum, en 2,3 milljónir Palestínumanna eru þar í herkví Ísraelshers. Ísraelar stöðvuðu alla flutninga á matvælum, vatni og eldsneyti inn á svæðið í upphafi árásarstríðs síns. Það var ekki fyrr en í desember sem ein aðkomuleið fyrir neyðarhjálp var opnuð, í Karem Abu Salem. Hjálparsamtök segja hins vegar að ítrekuð afskipti ísrelskra hermanna og mótmæli öfga hægrisinnaðra ísrealskra mótmælenda hafi hamlað því að vörubílar mað matvæli hafi komist inn á Gaza-strönd. 

Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna gerði tilraun til að hefja neyðaraðstoð að nýju á norðurhluta Gaza fyrir viku en gáfust upp tveimur dögum síðar og lýstu því að ísraelsk skothríð og hrun samfélagsins kæmi í veg fyrir að slíkt væri mögulegt. 

Talið er að minnsta kosti 90 prósent barna undir fimm ára aldri á Gaza séu veik af smitsjúkdómum og 15 prósent barna undir tveggja ára aldri á norðurhluta svæðisins séu alvarlega vannærð, séu að svelta í hel. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí