Í dag er fimmti dagur verkfalls starfsmanna Eiffelturnsins. Þeir eru mjög ósáttir við rekstraraðilann, Société d’Exploitation de la Tour Eiffel (SETE), vegna hárra arðgreiðnsla til borgarinnar París, eiganda kennileitisins, fremur en að beina fjármunum í viðhald turnsins, velferð starfsfólks, auk öryggis.
Verkfallið, sem hófst þann 19. febrúar, hefur valdið því að turninn hefur verið lokaður fyrir gesti, sem aftur hefur valdið vonbrigðum meðal ferðamanna sem höfðu vonast til að heimsækja þetta helsta kennileiti Parísar. Tímasetning verkfallsins er nokkuð klók með tilliti til þess að Sumarólympíuleikarnir eru fram undan í borginni í júlí.
Starfsmennirnir, sem eru félagar í nokkrum stéttarfélögum, ásaka borgina fyrir að krefjast of mikils arðs frá SETE. Þeir halda því fram að borgin sé að blóðmjólka gullkúna, sem leiðir til þess að viðhald og verndun turnsins sé vanrækt. Einnig gagnrýna þeir slæma fjármálastjórnun SETE, sem þeir segja reiði sig á ofáætlaðar spár um fjölda gesta í framtíðinni og að það hunsi velferð starfsfólksins.
Starfsmennirnir krefjast aukins gegnsæis og fjárfestingar í turninum, sem og hækkunar launa og bættra vinnuskilyrða. Þeir telja verkfallið réttlætanlegt og nauðsynlegt til að vernda bæði minnismerkið og starfsfólkið. „Þetta er þjóðminjar. Við getum ekki leyft honum að grotna niður svona,“ segir talsmaður Force Ouvrière, stéttarfélags sumra starfsmanna Eiffelturnsins.
Borg Parísar og SETE hafna ásökunum starfsmannanna og halda því fram að þau hafi áætlun til að tryggja sjálfbærni og gæði turnsins. Þau tilkynntu að arðgreiðslur borgarinnar verði reiknuð á nýjan leik og að rekstraraðilinn muni fjárfesta 145 milljónir evra í kennileitinu á næstu árum. Þau benda einnig á að miðaverð muni hækka um 20 prósent, en að það verði samt sem áður á viðráðanlegu verði fyrir flesta gesti.