Efling samþykkir kjarasamninga með miklum meirihluta

Kjaramál 20. mar 2024

Atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar um nýjan kjarasamning við SA er lokið. Samningurinn var samþykktur með yfir þremur fjórðu hlutum greiddra atkvæða, og kjörsókn stórjókst miðað við atkvæðagreiðsluna 2019.

Atkvæði féllu þannig:

  •  sögðu 2.782 eða 76% þeirra sem greiddu atkvæði.
  • Nei sögðu 493 eða 13% þeirra sem greiddu atkvæði.
  • 377 eða 10% skiluðu auðu.

Af þeim 20.326 Eflingarfélögum sem voru á kjörskrá nýttu 3.652 atkvæðisrétt sinn eða rétt tæp 18%. Til samanburðar var kjörsókn rúm 10% í sambærilegri atkvæðagreiðslu um Lífskjarasamningana árið 2019.

„Ég óska félagsfólki til hamingju með nýjan kjarasamning og ég óska líka samninganefnd Eflingar til hamingju með að hann hafi verið samþykktur með svo góðum meirihluta. Í því felst mikil og dýrmæt traustsyfirlýsing til félagsfólksins sem sigldi þessum kjaraviðræðum í höfn. Ég fagna því líka að við höfum aukið kjörsókn um hátt í 80% miðað við atkvæðagreiðsluna 2019, sem að mínum dómi er til marks um árangur okkar í að efla þátttöku í félaginu á síðustu árum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Efling hvetur félagsfólk til að kynna sér vel allar breytingar samningsins, sérstaklega launahækkanir. Félagsfólk er er jafnframt hvatt til að fylgjast með því að launahækkanir skili sér við næstu launagreiðslu. Hækkanir gilda frá 1. febrúar og á því næsta launagreiðsla að fela í sér afturvirkni vegna febrúarmánaðar.

Frétt af vef Eflingar

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí