Fimm skjannabjartar sólir eru á spákortum Bliku fyrir næstu fimm dagana í Reykjavík.
Þeir sem hafa afráðið að verja páskafríinu heima í stað þess að ferðast um langan veg hljóta að gleðjast.
Í Bláfjöllum er á skíðasvæðinu rætt um að sjaldan eða aldrei hafi veðurspáin verið betri í páskafríi.
Og ekki nóg með það.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem stendur á bak við veðurvefinn Bliku, lofar ekki bara sól næstu dagana heldur líka rauðum tölum og litlum vindi.
Hann hefur nýlega tekið upp spálíkan sem notast við gervigreind. Einar segir að spár Bliku séu nú traustari en nokkru sinni áður og taki jafnvel spá Veðurstofunnar fram.
Ef horft er til annarra landshluta eru engar líkur á páskahreti í kortunum. Færð ætti að vera góð og eru horfur á að flestir landsmenn geta vel við unað samkvæmt spánni.
Það hlýtur að gleðja Íslendinga sem græða þrjá frídaga fram að þriðjudegi – í boði kristinnar sögu.