Fullkomnu páskaveðri spáð í Reykjavík

Fimm skjannabjartar sólir eru á spákortum Bliku fyrir næstu fimm dagana í Reykjavík.

Þeir sem hafa afráðið að verja páskafríinu heima í stað þess að ferðast um langan veg hljóta að gleðjast.

Í Bláfjöllum er á skíðasvæðinu rætt um að sjaldan eða aldrei hafi veðurspáin verið betri í páskafríi.

Og ekki nóg með það.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem stendur á bak við veðurvefinn Bliku, lofar ekki bara sól næstu dagana heldur líka rauðum tölum og litlum vindi.

Hann hefur nýlega tekið upp spálíkan sem notast við gervigreind. Einar segir að spár Bliku séu nú traustari en nokkru sinni áður og taki jafnvel spá Veðurstofunnar fram.

Ef horft er til annarra landshluta eru engar líkur á páskahreti í kortunum. Færð ætti að vera góð og eru horfur á að flestir landsmenn geta vel við unað samkvæmt spánni.

Það hlýtur að gleðja Íslendinga sem græða þrjá frídaga fram að þriðjudegi – í boði kristinnar sögu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí