Halla byrjaði með tvö prósent en endaði með 28

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor emeritus, segist ekki sannfærður um að Halla Tómasdóttir hyggist bjóða sig fram til embættis forseta Íslands með formlegum hætti á morgun.

Halla hefur boðið til fréttamannafundar og telur kollegi Ólafs, Grétar Þór Eyþórsson einsýnt að Halla muni boða framboð.

Ólafur segir í samtali við Samstöðina að hann sé ekki alveg viss um það.

„Ég veit ekki hvort hún boðar framboð á morgun,“ segir Ólafur. „Árangur hennar 2016 er hins vegar afar athyglisverður og sýnir að með framgöngu sinni í kosningabaráttu getur frambjóðandi snúið hlutum heldur betur sér í hag.“

Ólafur rekur að í byrjun maí 2016 mældist Halla með 2% í skoðanakönnunum og 7% í byrjun júní. Hún mældist með um 18% í síðustu könnun Gallups fyrir kosningar (20.-24. júní – en kosningar voru 25. júní). Í kosningunum fékk hún 10 prósentustigum meira, eða 27,8%.

Könnun Félagsvísindastofnunar eftir kosningar leiddi í ljós að 25% kjósenda sögðust hafa ákveðið sig 1-4 dögum fyrir kosningar eða á kjördag – og meirihlutinn af kjósendum Höllu var í þeim hópi.

„Reynsla hennar af kosningabaráttu er því góð, en engin leið er til að spá fyrir um fylgi hennar á þessari stundu – í breyttu umhverfi átta árum síðar,“ segir Ólafur Þ. Harðarson.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí