Ísraelar ráðast aftur á almenna borgara sem bíða eftir neyðaraðstoð

Ísraelsher réðst í gær Palestínumenn sem biðu eftir bílalest með neyðarsendingum af hveiti. Eftir því sem heilbrigðisráðuneytið á Gaza-strönd segir eru tugir látnir og særðir eftir árásina. Staðfest er að níu létust en mannfallið gæti verið meira. Aðeins eru fimm dagar síðan Ísraelar myrtu yfir 100 manns og særðu hundruð í árás á hóp fólks sem beið neyðaraðstoðar.

Árásin var gerð suður af Gazaborg. Samkvæmt því sem Xinhua fréttastofan greinir frá skutu ísraelskar hersveitir á fólkið þar sem það beið við Kúveit-hringtorgið eftir bílalestinni. 

Hamas-samtökin lýstu því að árásin, í samhengi við fyrri árásir á bílalestir með neyðarhjálp, væri áður óþekkt grimmdar- og glæpaverk í nútímanum. Fyrr í gær vörpuðu ísraelskar herrflugvélar sprengjum á bíl með neyðaraðstoð í Deir al-Balah í miðju Gaza. Samkvæmt því sem palestínska ríkissjónvarpið fullyrti létust að minnsta kosti átta í þeirri árás. 

Á fimmtudaginn létust að minnsta kosti 118 Palestínumenn í fjöldamorði Ísraelshers, þegar skotið var á fólk sem beið neyðaraðstoðar. Á áttunda hundrað særðust. Ísraelsher hefur haldið því fram að flestir sem létust hafi troðist undir en það er í ósamræmi við önnur gögn, þar á meðal vitnisburði fólks sem lifði af árásina. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út að mikill fjöldi manns hefði verið færður á al-Shifa sjúkrahúsið í Gazaborg með skotsár eftir árásina. Fréttastofur sem hafa rannsakað myndbönd af árásinni sem Ísraelsher birti segja að átt hafi verið við myndböndin þannig að þau sýni ekki samfellda atburðarrás heldur hafi verið klippt í fjögur myndskeið. 

Árásin á fimmtudaginn vakti hrylling og reiði um heim allan. Fjöldi ríkja hefur kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar láti fara fram opinbera rannsókn á árásinni. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí