Kolbrún kvartar yfir því að laun sé of jöfn á Íslandi

Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir að launajöfnuður sé orðinn of mikill á Íslandi í viðtali við RÚV. Kolbrún er fyrrverandi umhverfisráðherra  og þingmaður VG. Þó nýbúið sé að skrifa undir kjarasamninga fyrir stóran hluta þjóðarinnar, flesta sem starfa á almennum vinnumarkaði, þá á enn eftir að semja við þá sem starfa hjá ríkinu.

Kolbrún segir að háskólamenntaðir hafi setið eftir í launaþróun síðustu ára. Hún gengur svo langt að fullyrða að millitekjuhópar hafi greitt fyrir það að margir sem voru með sultarlaun séu nú komnir nær því að vera með mannsæmandi laun. „Það eru millitekjuhóparnir og efri millitekjuhópar sem hafa í rauninni greitt fyrir þær úrbætur sem hafa verið gerðar á kjörum þeirra lægst launuðu.“

Hún segir að BHM muni fara fram á prósentusamninga, ekki krónutölusamninga, í komandi kjaraviðræðum. Auk þess verði stefnt að því að sú prósenta verði hærri en 3,5 prósent.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí